fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Margrét Friðriksdóttir boðuð til skýrslutöku hjá lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 17:07

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir hefur verið boðuð í skýrslutöku hjá lögreglu vegna átaka sem brutust út á milli hennar og Semu Erlu Serdar fyrir utan veitingastað á Grensásvegi í ágústmánuði árið 2018.

Þeim Semu Erlu og Margréti bar ekki saman um atvikið en DV fjallaði um málið á sínum tíma eins og lesa má hér.

Margrét greinir frá því í stöðufærslu á Facebook í dag að Sema Erla hafi ekki kært hana fyrir líkamsárás heldur hótanir. Segir hún að Sema Erla hafi logið því í fjölmiðlum að hún hafi veitt henni áverka. Sema Erla birti eftirfarandi frásögn um málið í fyrra:

„Eftir að hafa verið með matarboð fyrir hluta af fjölskyldu minni heima hjá mér ákvað ég að hitta vini mína á bar sem faðir minn á og rekur á Grensásveginum til þess að spila pool, eins og ég geri stundum. Þegar ég var á leiðinni reyndi vinur minn að hringja í mig og vara mig við því að Margrét Friðriksdóttir væri á barnum, væri búin að ganga á milli fólks á mjög ögrandi hátt og hóta því og væri búin að tilkynna öllum þar inni, ítrekað, að hún ætlaði að drepa mig. Hún var vinsamlegast beðin um að yfirgefa barinn af þeim ástæðum en hún neitaði að fara, sagðist ætla að bíða eftir mér, svo hún gæti drepið mig. Að lokum yfirgaf hún barinn og sagðist „bara bíða úti.“ Hún ákvað semsagt að sitja um mig.

Það hvarflaði hins vegar ekki að mér í eina sekúndu að fara ekki út úr bílnum og inn á barinn, enda ekki nokkur manneskja sem myndi hræða mig frá því að gera það sem ég vil gera. Ég verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á því sem gerðist næst.

Ég var varla komin út úr bílnum hjá yngri systur minni sem skutlaði mér – og varð því miður vitni að öllu – þegar hún hóf að ausa yfir mig hrikalegum svívirðingum sem ég ætla ekki að endurtaka hér. Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina. Svívirðingarnar og morðhótanirnar og tilraunir hennar til þess að ráðast á mig stóðu yfir í nokkrar mínútur. Ég sagði ekki orð allan tímann og ýtti henni einungis frá mér þegar hún komst svo nálægt mér að kýla mig. Enda myndi mér aldrei detta í hug að beita einhvern ofbeldi. Ég myndi heldur aldrei hóta fólki lífláti, sitja um það og ráðast á það fyrir það eitt að vera ósammála mínum pólitísku skoðunum og viðhorfum til lífsins.

Ég hafði ekki hugsað mér að segja frá þessu opinberlega. Alvarlegir hlutir eins og þessir eiga að fara hina einu réttu leið og það er í gegnum yfirvaldið. Ég á pantaðan tíma hjá lögreglunni þar sem ég mun kæra þessa árás og morðhótanir Margrétar og það eru fjölmörg vitni sem munu staðfesta allt sem ég hef skrifað hér. Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei.

Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“

Margrét segist velta fyrir sér að kæra Semu Erlu fyrir rangar sakargiftir og að bera rógburð á sig opinberlega en færslu hennar má lesa með því að smella á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“