fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Leggur til að borgarfulltrúar borgi sjálfir fyrir matinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 08:52

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að borgarfulltrúar ættu sjálfir að greiða fyrir mat sem þeir fá á fundum borgarstjórnar.

Eins og greint hefur verið frá er borðað og drukkið fyrir 360 þúsund krónur á hverjum borgarstjórnarfundi. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar við 20 borgarstjórnarfundi sem haldnir voru frá júlí 2018 til júní 2019 er rúmar 17 milljónir króna. Eru fundirnir haldnir annan hvern þriðjudag.

Sitt sýnist hverjum um þetta en Sanna Magdalena bendir á að borgarfulltrúar hafi vel efni á að greiða sjálfir fyrir matinn. Hún segir á Facebook:

„Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir.

Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð