Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fréttir

Ölvun, læti, slys og skemmdaverk – Nóttin hjá lögreglunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 11:27

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taldist nóttin fremur róleg . Engu að síður var nokkur fjöldi mála bókaður eða um 46 mál frá 23:00-09:30.

Helst var lögregla með afskipti af bíljstórum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Um hálf þrjú í nótt ók lögregla konu á bráðamóttöku sem hafði fallið innanhúss og kenndi sér meins í mjöðm.

Frá Breiðholti barst tilkynning  um barn á leikvelli, en lögregla fann engan þegar hún mætti á vettvang.

Einnig var tilkynnt um tónlistarhávaða í Breiðholti um hálf fimm í nótt. Umráðamaður íbúðar lofaði að lækka.  Um hálf sjö var samskonar útkall við Miklubraut en þar varð lögregla þó ekki vör við neinn hávaða á vettvangi.

Stúlka slasaðist á ökla í miðbænum og lögregla kölluð út vegna slagsmála á veitingahúsi í Hafnarfirði. Þolandi var með minniháttar meiðsl en gerandi var farinn þegar lögreglu bar að garði. Maður var handtekinn fyrir skemmdaverk, en reyndist í annarlegu ástandi svo hann gistir í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þröstur vandar Sólveigu ekki kveðjurnar: „Ég fékk yfir mig galldembu“

Þröstur vandar Sólveigu ekki kveðjurnar: „Ég fékk yfir mig galldembu“
Fréttir
Í gær

Fyllti innkaupakerruna af bringum og Pepsi Max og gekk út

Fyllti innkaupakerruna af bringum og Pepsi Max og gekk út