fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Ógnvekjandi fundur í afgirtum garði í Hafnarfirði: „Gæludýr virðast ekki geta verið óhult í eigin garði“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fann þetta og u.þ.b. 10 samskonar harðfiskbúta í vikunni í afgitum garði við lóðarmörk Langeyrarvegar 10 og Skerseyrarvegs 2 í Hafnarfirði“

Þetta skrifar Egill Örn nokkur inn á Hundasamfélagið á Facebook sem DV fékk heimild til að deila með lesendum.

Nöglum hafði verið komið fyrir í harðfisksbitum sem hafði verið dreift víð og dreif í afgirtum garði hans. Þessu komst Egill að þegar hundurinn hans, þýskur fjárhundur, var kominn með einn bitann í kjaftinn.

Nagla hafði verið komið fyrir í harðfiskbita í garði hundaeiganda

Búið er að troða nöglum inn með fiskinum og koma þessu fyrir á lóðinni þannig að lítið bæri á. Hundurinn var kominn með einn bút í kjaftinn þegar ég sá að hann var með eitthvað óvenjulegt og athugaði málið. Lóðin er afgirt fyrir almenningi í a.m.k. 30 metra radíus frá staðnum þar sem þetta fannst.“

Egill spyr hvort aðrir hundaeigendur hafi lent í svipuðu og hvetur fólk til að skoða garða þar sem gæludýr virðast ekki geta verið óhult í eigin garði“

Egill tilkynnti atvikið til lögreglu sem hefur málið til rannsóknar. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögreglu.

Bitunum hafði verið komið fyrir víðsvegar um garðinn sem er lokaður almenning

Í samtali við Hringbraut segir Egill það ótrúlegt hvað réttindi gæludýra sé lítill. Ég á engin börn en hundurinn er mér sem barn og það myndi eitthvað gerast í kerfinu ef það væri byrlað svona fyrir barni“

Færsla Egils vakti mikinn óhug meðal hundaeigenda og átti fólk vart orð yfir grimmdinni sem gæludýrum er sýnd með þessu athæfi.  Þar könnuðust sumir við sambærileg tilvik þar sem hættulegum aðskotahlutum eða eitri hafði verið komið fyrir í mat í Hafnarfirði og skilinn eftir á víðavangi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“