Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fréttir

Lífsnauðsynlega lyfið sem getur verið banvænt: „Dóttir mín var 20 mánaða við greiningu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. nóvember er alþjóðlegur dagur sykursýki. Það getur tekið á fyrir fólk að greinast með sykursýki þar sem ekki vita allir hvernig sykursýkin virkar.

Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki, deilir reglulega reynslusögum og fróðleik á Facebook-síðu sinni í nóvember til að vekja athygli á því hvernig sykursýkin er í raun og veru. Algengt er að fólk tengi sykursýki við offitu eða of litla hreyfingu en það á yfirleitt frekar við um fólk sem greinist með týpu 2 af sykursýki. Það eru nefnilega til tvær týpur af sykursýki. Leifur Gunnarsson, formaður Dropans, segir vandamálið vera einhliða umfjöllun um sykursýki, „það nennir enginn að útskýra muninn“.

Ef stiklað er á stóru er munurinn sá að þeir sem greinast með sykursýki 1 þurfa að ganga um með lyfið insúlín á sér alla daga, til að halda sér á lífi. Þeir sem greinast með týpu 2 af sykursýki þurfa að jafnaði ekki að nota insúlín daglega en þó eru einhverjir sem þurfa á því að halda. Því er eiginlega best að tala um insúlínháða sykursýki og síðan sykursýki sem ekki er insúlínháð.

Of mikið insúlín getur verið banvænt

Á Facebook-síðu Dropans má finna reynslusögur um sykursýki barna. Ein sagan er sérstök af því leyti til að hún gerir grein fyrir því hvað sjúkdómurinn er alvarlegur.

„Dóttir mín var 20 mánaða við greiningu. Vó 10 kg, lítil og létt. Við greiningu var insúlínþörf lítil. Svo lítil að agnarsmáir skammtar voru dregnir upp í einingasprautu. Það var mjög vandmeðfarið að draga insúlínið upp og vera svo öruggur um að það myndi skila sér inn í litla kroppinn hennar.

Insúlínpennar voru komnir á markað þar sem minnsti möguleiki á skammti var 1 eining. Dóttirin þurfti allt niður í 0,2 einingar með máltíðum því var ekki hægt að nota penna fyrsta hálfa árið. Til þess að þurfa ekki að stinga barnið of oft var langvirku og skammvirku insúlíni blandað saman af mikilli vandvirkni. Eftir hálft ár fengum við insúlíndælu og sérpantað þynnt insúlín frá Danmörk sem hún þurfti fyrstu árin.

Of mikið insúlín getur verið banvænt.
Sykursýki týpa 1 er sjúkdómur sem krefst þess að einstaklingar, börn, foreldrar og aðrir umönnunaraðilar taki afstöðu til skammtastærða lyfs sem getur verið banvænt. Ákvörðun sem þau eru meðvituð um allan sólarhringinn, alltaf.“

Með þessari sögu fylgir síðan mynd þar sem munurinn á lífsnauðsynlegum og banvænum skammti er sýndur. Á myndinni eru tveir dropar af safa til að sýna muninn á þessum tveimur skömmtum.

Dropinn til vinstri er lífsnauðsynlegur en dropinn til hægri getur verið banvænn

Algeng mýta

Það er algeng mýta að einstaklingar með sykursýki megi ekki borða sykur. Þeir sem eru með týpu 1 af sykursýki mega þó borða sykur rétt eins og aðrir sem eru ekki með sykursýki. Þetta er útskýrt á Facebook-síðu Dropans.

Einstaklingar með sykursýki týpu 1 mega borða kökur, nammi og jafnvel candyfloss. Orsök sykursýki týpu 1 er ekki ofneysla á sykri, óheilbbrigður lífsstíll eða yfirvigt. Allt er þó gott í hófi hvort sem þú ert með sykursýki eða ekki.

Stelpan sem sagt er frá í sögunni hér fyrir ofan heitir Elísabet. Hún greindist með sykursýki, eins og áður segir, einungis 20 mánaða gömul. Þá var hún yngsta barn sem hefur greinst með sykursýki hér á landi. „Í raun og veru er ég bara venjuleg stelpa sem er með insúlínið mitt utan á mér í staðinn fyrir inni í mér.“

Sérevrópskt fyrirbæri

Það vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar Guðrún Sól, 23 ára, fékk ekki að starfa innan lögreglunnar vegna sykursýkinnar sinnar en hún hefur verið með insúlínháða sykursýki í þrettán ár. „Ég er ótrúlega svekkt og leið yfir því að geta ekki unnið við það starf sem mig hefur dreymt um lengi,“ segir Guðrún Sól í samtali við DV.

Leifur segir þetta vera sérevrópskt fyrirbæri, lögreglumenn með sykursýki finnist út um allt í Norður-Ameríku og í Ástralíu. Hann furðar sig á því að fólk með sykursýki geti starfað sem lögreglumenn annars staðar í heiminum en ekki hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum
Fréttir
Í gær

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda
Fréttir
Í gær

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“
Fréttir
Í gær

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni