fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Veður versnar á morgun: Fólk hvatt til að sýna aðgát

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en þar mun hvessa seinni partinn á morgun og annað kvöld. Þannig er búist við stormi undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og í uppsveitum Borgarfjarðar.

Á þessum slóðum verður vindur 20 til 25 metrar á sekúndu en við fjöll getur vindurinn farið um og yfir 35 metra á sekúndu. Þetta á til dæmis við svæðin undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.

„Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón,“ segir á vef Veðurstofunnar. Viðvörunin á Suðurlandi er í gildi frá klukkan 16 til 02 í nótt en á Faxaflóa frá 16 til 03 í nótt.

Veður verður með þokkalegasta móti í dag, ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

„Í dag má búast við éljum um vestanvert landið og þegar líður á daginn verða élin einkum bundin við norðvesturhluta landsins. Annars staðar verður þurrt að kalla og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti að 5 stigum við suður- og vesturströndina en annars frost. Gengur í suðaustan storm suðvestantil á morgun en annars víða 8-15 m/s. Dálítil úrkoma um landið sunnanvert en þurrt í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi í bili, einkum sunnan- og vestanlands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökumaður reyndi að komast undan lögreglu en hafnaði á tveimur bifreiðum

Ökumaður reyndi að komast undan lögreglu en hafnaði á tveimur bifreiðum
FókusFréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

„Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

„Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Líklegra að börn séu rangfeðruð fyrir 1970

Líklegra að börn séu rangfeðruð fyrir 1970