fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Styrmir: „Nú mega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vara sig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú mega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vara sig,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í grein á heimasíðu sinni, Styrmir.is.

Þar gerir hann auglýsingu Miðflokksins í Morgunblaðinu að umtalsefni sem Eyjan fjallaði um í morgun. Þar auglýsti flokkurinn eftir reynslusögum frá almenningi sem hefur „lent í kerfinu“ eins og það var orðað.

Sjá einnig: Miðflokkurinn auglýsir eftir reynslusögum – „Hefur þú lent í kerfinu?“

„Hefur þú lent í „kerfinu“? Hefur þú mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera? Hefur þú upplifað óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða rekstur fyrirtækis eða í daglegu lífi? Ef sú er raunin biðjum við þig að senda okkur reynslusögur á netfangið reynsla@midflokkurinn.is / Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur við að greina eðli vandans svo við verðum betur í stakk búin til að leysa hann.“

Styrmir segir að auglýsing Miðflokksins bendi ótvírætt til þess að flokkurinn ætli að taka upp baráttu fyrir því að hrist verði rækilega upp í stjórnkerfinu.

„Það er enginn vafi á því – og mátti m.a. finna á fundum um þriðja orkupakkann víðs vegar um land – að meðal almennra borgara er sterkur hljómgrunnur fyrir því, að það verði gert.“

Styrmir segir að tíðin hafi eitt sinn verið sú að þetta var mál Sjálfstæðisflokksins. „Einu sinni gengu ungir sjálfstæðismenn fram undir kjörorðinu Báknið burt. En svo vildi svo illa til að þegar þeir hinir sömu komust í aðstöðu til varð minna úr gerðum. En.- Láti Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur Miðflokknum þetta mál eftir geta orðið meiri breytingar á fylgi flokka en talið hefur verið líklegt fram að þessu.“

Styrmir segir að það þurfi ekki að gerast að Miðflokkurinn nái þessu frumkvæði í sínar hendur. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn nú vita mæta vel – og betur en aðrir – hvað um er að ræða. Annar hvor eða báðir flokkarnir geta komið í veg fyrir það, hafi þeir vilja til. En er sá vilji til staðar???“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala