fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Sturla vill skilnað því hann hefur ekki séð konuna sína í 9 ár – „Þetta er hundleiðinlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það enda ekki allar ástarsögur vel. Sturla Jensson og Gam Phuong Thi Nguyen kynntust í Víetnam árið 2008 og gengu í hjónaband það ár. Þau bjuggu á Íslandi. Sambúðin gekk ekki eins vel og leit út fyrir í fyrstu og 2010 flutti Gam af landi brott án þess að láta Sturlu vita. Hann hefur ekki séð hana síðan. Sturla vill skilnað og hefur hann stefnt Gam fyrir héraðsdóm til að enda hjónabandið. Þó að heimilisfang Gam í Víetnam sé þekkt hefur ekki tekist að hafa upp á henni. Henni mun þó vera kunnugt um vilja Sturlu.

Í stefnu vegna málsins, sem birtist í Lögbirtingablaðinu, segir meðal annars:

„Stefnda er vietnamskur ríkisborgari og telur stefnandi hana búa í Vietnam eins og þegar þau kynntust á árinu 2008. Stefnandi hefur ítrekað reynt að hafa upp á heimilisfangi stefndu. Eins og fram kemur í endurriti úr hjónaskilnaðarbók sýslumannsins í Reykjavík, sbr. dskj. nr. 5 býr systir stefndu, Phuong Nhung Thi Nguyen, kt. 170783-2049, að Safamýri 54 í Reykjavík. Hún vildi ekki lengi vel tjá sig um dvalarstað systur sinnar en að lokum gaf hún upp framangreindan dvalarstað. Stefnda hafði fram á hasutið 2014 skráð lögheimili hjá stefnanda, sbr. skattframtöl á dskj, nr. 4 en að tilhlutan útlendingastofnunar var skráningu breytt og er hún nú með skráð lögheimili í Vietnam, sbr. dskj. nr. 9 en í tölvubréfi staðhæfir Þjóðskrá Íslands að stefnda hafi  lögheimili í Vietnam  sjá og bréf til þjóðskrár , dskj. nr. 8. Stefnandi og stefnda voru eignalaus í hjúskap sbr. og framlögð skattframtöl, dskj, 4 og kemur því ekki til skipta á búi þeirra.

Stefnandi setti fram kröfu um lögskilnað hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þann 13. september 2013, sbr. dskj. nr. 5. Sýslumaður vísaði málinu frá embættinu, með bréfi dags. 19. nóvember 2013, sbr. dskj. nr. 7, þar sem stefnda mætti ekki til fyrirtöku þrátt fyrir boðun.

Aðilar máls þessa eiga ekki börn saman.“

Sturla krefst þess að verða veittur lögskilnaður á grundvelli 37. greinar hjúskaparlaga enda hefur Gam ekki sést á heimili Sturlu síðan um mitt ár 2010. Til vara krefst hann skilnaðar að borði og sæng.

„Það er búið að taka mig tæp tíu ár að skilja. Málið hjá mér er þannig að hún ákveður að fara heim án þess að láta mig vita af því. Ég þarf að leita til lögfræðinga til að skilja við hana og það er svaka mikið mál að finna hana,“ segir Sturla í samtali við DV. „Þetta er hundleiðinlegt,“ segir Sturla sem þó hefur enn ekki hlotið fjárhagslegan skaða af málinu en býst við að þurfa að sitja uppi með allan málskostnað að lokum.

„Ég er bara svo heppinn að geta alltaf unnið mikið,“ segir Sturla sem hefur líka þau gleðitíðindi að færa að hann er kominn með aðra konu.

Þetta mál er ekki einsdæmi en nýlega greindum við frá vandræðum Guðrúnar Benediktsdóttur sem ekki hefur búið með manni sínum í heilt ár og hefur árangurslaust reynt að fá hann til að skrifa undir skilnaðarpappíra. Samkvæmt hjúskaparlögum þarf að höfða skilnaðarmál fyrir dómi ef báðir aðilar fallast ekki á skilnað.

Sjá nánar:

Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir Ævars Annels biður hann um að gefa sig fram við lögreglu

Móðir Ævars Annels biður hann um að gefa sig fram við lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Stúlkan er fundin