Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fréttir

Reynir varar við vinsælu fæðubótarefni – „Vafasöm snákaolía“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Apótekin taka virkan þátt í öllu ruglinu með því að selja allt þetta jukk,“ segir Reynir Eyjólfsson, doktor í lyfjafræði, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni skrifar Reynir um astaxantín, öflugt andoxunarefni sem sagt er hafa margvísleg góð áhrif á líkamann. Á heimasíðu eins framleiðanda segir til dæmis að efnið stuðli að heilbrigði augna, heila og hjarta. Þá hafi það góð áhrif á húðina, dragi úr skaða af völdum útfjólublárra geisla sólarinnar og dragi úr bólgum.

Reynir er ekki jafn sannfærður og framleiðendurnir um ágæti efnisins eins og sést glögglega í umræddri grein í Morgunblaðinu.

Fengu oftar krabbamein

„Stórri og vandaðri rannsókn á áhrifum andoxara, Evítamíns, sem gerð var fyrir mörgum árum var hætt í miðjum klíðum vegna þess að þeir sem fengu andoxarann fengu oftar krabbamein en þeir sem engan fengu. Önnur rannsókn sýndi að reykingamenn, sem fengu andoxara, betakarótín, við augnsjúkdómi fengu oftar lungnakrabbamein en þeir sem engan fengu. Fleiri hliðstæð dæmi mætti nefna. Þetta bendir til þess að mikil notkun andoxara sé af hinu illa, sem kemur heim og saman við það að líkaminn notar oxunarferli og sindurefni, free radicals, til að vinna á krabbameinsfrumum og öðrum framandi frumum.“

Reynir segir að hér á landi sé fyrirtæki sem framleiðir, auglýsir grimmt og selur fjölmargar vörutegundir með astaxantíni. Hann bendir á að um sé að ræða öflugan andoxara sem er náskyldur betakarótíni, miklu sterkari en E-vítamín og betakarótín.

„Vafasöm snákaolía“

„Að sögn framleiðandans á þetta óbótaefni að gagnast við fjölda sjúkdóma, kvilla og einkenna enda þótt ábyrgur aðili á borð við WebMD segi að það vanti rannsóknir til að staðfesta allt þetta. Astaxantín er heldur ekki að finna í Merck Manual, www.merckmanuals.com/professional, sem sýnir að efnið hefur enga þýðingu í læknisfræði, það er að það er því bara vafasöm snákaolía,“ segir Reynir sem veltir fyrir sér hvort viðunandi sé að halda efninu að fólki án viðurkenndrar gagnsemi og vísbendinga um hið gagnstæða.

„Hvað um eftirlit? Hérlendis sýnist mér það vera í algeru skötulíki hjá aðila, sem vart getur greint á milli nauta- og hrossakjöts. Þess vegna getur hvaða afglapi sem er framleitt og selt hvaða óbótaefni sem er svo lengi sem það er ekki bráðdrepandi, virðist vera. Og það sem mér finnst vera fyrir neðan allar hellur: apótekin taka virkan þátt í öllu ruglinu með því að selja allt þetta jukk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Staðnir að verki í innbroti

Staðnir að verki í innbroti
Fréttir
Í gær

Íslendingar grilla Þorstein Má og Samherja: Gott grín af alnetinu

Íslendingar grilla Þorstein Má og Samherja: Gott grín af alnetinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika