fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fréttir

Segir Dofra vera í liði sem enginn ætti að vilja vera í – Segir kolrangt að mæður beiti ofbeldi í jafnmiklum mæli og feður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ein risastærsta veruleikafirring sem viðgengst í okkar samfélagi að halda því fram að ofbeldi sé beitt til jafns af konum og körlum,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir í nýjum pistli þar sem hún gagnrýnir málflutning Dofra Hermannssonar, formanns Félags um foreldrajafnrétti. Segir hún Dofra afvegaleiða umræðuna og neita að horfast í augu við þá staðreynd að börn séu neydd til að umgangast ofbeldisfulla feður sína.

Um tuttugu konur hafa stofnað hreyfinguna Líf án ofbeldis og hafa þær sent dómsmálaráðherra um tvö þúnsund undirskriftir við þá kröfu að börnum verði tryggð vernd fyrir ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum. Eins og kom fram í frétt á Stöð 2 og Vísir.is í gærkvöld segja þær að mæðrum sem greina frá ofbeldi sé ekki trúað og þeim gert ókleift að vernda börnin sín. „Þær kalla eftir að sýslumaður hlusti á áhyggjur mæðra en bíði þess ekki að dómur falli yfir ofbeldismanni,“ segir í fréttinni.

Rætt var við Dofra Hermannsson sem sagði að þessi hópur væri að sniðganga helming barna sem verða fyrir ofbeldi enda beiti mæður börn ekki síður ofbeldi en feður. Segir hann nálgun hópsins vera hatursfulla og bendir á að umgengnistálmanir séu líka ofbeldi. „Mér finnst Líf án ofbeldis vera meira upptekin af hatri og ótta sínum á feðrum en ást á börnum,“ segir Dofri.

Elísabet gagnrýnir þennan málflutning Dofra og segir að hann vilji ekki tala um ofbeldi gegn börnum, hann vilji frekar skella ofbeldisstimplinum á mæður sem reyni að vernda börnin sín gegn ofbeldi. Hér er pistill hennar um málið:

„Æji hvað ég er þreytt á svona ekki-rökum. Allt ofbeldi er slæmt og ofbeldi er alltaf ofbeldi en það þarf líka að TALA UM OFBELDIÐ og hvað það er. Og sorrí Dofri, en það er ein risastærsta veruleikafirring sem viðgengst í okkar samfélagi að halda því fram að ofbeldi sé beitt til jafns af konum og körlum. Nákvæmlega ekkert liggur á bakvið þær staðhæfingar aðrar en hlutdrægni fólks sem vill aldrei tala um ofbeldi og taka á því. Bara segja að allt ofbeldi er slæmt og slá sig þannig til riddara góðmennskunnar. Þvílíkar hetjur. Captain Obvious extraordinaire.

Ég mun seint skilja hvernig karlar sem segjast berjast fyrir hagsmunum barna geta endalaust og alltaf afvegaleitt frá því að tala um raunveruleikann sem blasir við, og yfir í það að tala um hvað karlar sem fá ekki að hitta börnin sín eru ofboðslega kúgaðir. Börn eru þvinguð í umgengni með mönnum sem hafa beitt þau líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. En hey, DOFRI VILL TALA UM TÁLMUN. Og allir bara bugta sig og beygja því aumingjans karlinn lætur sem hann eigi svo erfitt (því hann fær ekki alltaf það sem hann vill!). Skítt með börnin. FEÐUR vilja það sem þeir vilja og vilja það STRAX.

Getum við öll hætt að dansa í kringum hvað þetta er? Dofri vill ekki tala um ofbeldi gegn börnum og að það sé slæmt. Hann vill frekar að við skellum ofbeldisstimpli á mæður sem reyna að vernda börnin frá frekara ofbeldi. Hann er í liði sem ekkert okkar ætti að vilja vera í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja koma daglegu flugi á til nokkurra áfangastaða í Evrópu

Vilja koma daglegu flugi á til nokkurra áfangastaða í Evrópu
Fréttir
Í gær

Þrettán var sagt upp á föstudag

Þrettán var sagt upp á föstudag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlkur á Suðurnesjum fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús – Morfín og kannabis í hlaupböngsum

Unglingsstúlkur á Suðurnesjum fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús – Morfín og kannabis í hlaupböngsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vesturbyggð rukkar fasteignagjöld af sumarbústað sem brann til kaldra kola

Vesturbyggð rukkar fasteignagjöld af sumarbústað sem brann til kaldra kola
Fyrir 2 dögum

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldur logaði í bíl

Eldur logaði í bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram