fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Fréttir

Nýja flugfélagið heitir Play: Tvær vélar til að byrja með – Fljúga til Norður-Ameríku í vor

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag sem sett hefur verið á laggirnar heitir Play. Þetta kom fram í máli Arnars Más Magnússonar, forstjóra umrædds félags, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Perlunni.

Til að byrja með verður félagið með tvær Airbus A320 vélar á sínum snærum en með vorinu verði vélunum fjölgað í sex. Fyrst verður flogið til Evrópu en eftir því vélunum fjölgar verður flogið til Norður-Ameríku.

Vinnuheitið á hinu nýja félagi var WAB, sem stendur fyrir We Are Back, eða Við erum komin aftur, og vísaði til WOW-air sem fór í þrot í vor. Formlegt nafn félagsins var hins vegar kynnt í morgun og heitir félagið sem fyrr segir Play.

„Það sem við ætlum að leggja mikla áherslu á er stundvísi. Við ætlum að vera á áætlun,“ sagði Arnar sem bætti við að markmiðið væri einnig að leggja áherslu á einfaldleika. Þannig verður aðeins einni flugvélategund flogið og þá verður áhersla lögð á að bjóða upp á hagstætt verð frá fyrsta degi.

Vélarnar sem flogið verður eru Airbus A320 og sagði Arnar að þessar vélar henti vel fyrir flug til og frá Íslandi. Þær séu sparneytnar og geta auk þess boðið upp á fraktflutninga.

Á fundinum kom fram að mikil flugreynsla væri hjá starfsmönnum Play, ekki bara frá WOW heldur Atlanta og öðrum félögum.

Þá kom fram í máli Arnars að það hafi verið verk að vinna að fjármögnun félagsins. Það hafi tekist en lögð hafi verið áhersla á fjármögnun til lengri tíma. „Það hefur okkur tekist og það er í samvinnu við breskan fagfjárfestasjóð og það er gaman að segja frá því að Íslensk Verðbréf komu að þessu.“

80% fjármagnsins kemur erlendis frá en 20% frá Íslandi.

„Við erum ekki 100% tilbúin en erum núna á lokastigum flugrekstrarleyfisins,“ sagði Arnar en á fundinum kom fram að bókunarvélin væri tilbúin og heimasíða færi í loftið von bráðar. Arnar sagði að félagið væri ekki tilbúið að segja hvert það myndi fljúga en tók þó fram að flogið yrði bæði til Ameríku og Evrópu.

Arnar sagði að til að byrja með yrði flogið til sex áfangastaða í Evrópu, helstu borga álfunnar og svo hugsanlega til sólarstaða. „Með vorinu verður fjórum vélum bætt við og þá ætlum við að hefja flug til Norður-Ameríku.“

Eins og að framan greinir er ekki komið á hreint hvenær fyrsta flugið verður farið, en það mun koma í ljós þegar opnað verður fyrir sölu á miðum. Arnar sagði að félagið væri þegar byrjað að leita að starfsfólki og fjölmörg störf séu í boði – laun verði greidd samkvæmt íslenskum kjarasamningum enda verða höfuðstöðvar félagsins hér á landi, nánar tiltekið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Í gær

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Í gær

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri