Miðvikudagur 11.desember 2019
Fréttir

Ökumaður vespu slasaðist í eftirför lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þrjúleytið í nótt ætlaði lögreglan að hafa afskipti af ökumanni vespu. En hann stoppaði ekki og hófst þá eftirför  frá Skeifunni að Kringlunni þar sem ökumaðurinn missir stjórn á hjólinu, rennur í hálku og dettur. Ökumaðurinn var hjálmlaus og fékk sár á höfuðið.  Honum var ekið á Bráðadeild til aðhlynningar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hann framdi fjölda umferðarlagabrota í eftirförinni, t.d. akstur eftir gangstétt og tvisvar akstur gegn rauðu ljósi.

Maðurinn var ekki eigandi vespunnar og hann er ekki unglingur heldur að nálgast fimmtugt. Hjólið var fært á lögreglustöð þar sem ekki er vitað um eiganda en maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslu og sýnatöku. Hjólið er óskráð og ótryggt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl