Miðvikudagur 11.desember 2019
Fréttir

Eftirför lögreglu endaði við Sprengisand

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2019 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn handtóku ökumann um tvö leytið í nótt en sá virti ekki merki lögreglu um að stöðva bifreið sína. Lögregla gaf ökumanninum merki um að stöðva þegar bifreið hans var á Bústaðavegi við Flugvallaveg. Hugðist lögregla kanna ástand ökumannsins. Í stað þess að stöðva gaf ökumaðurinn í og var ökuhraði bifreiðarinnar mældur allt að 120 kílómetrar á klukkustund.

Bifreiðin var síðan stöðvuð við Sprengisand þar sem ökumaðurinn var handtekinn.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og  fíknefna, fara ekki að fyrirmælum lögreglu og of hraðan akstur svo eitthvað sé nefnt. Ökumanninum var sleppt að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.

Þessu til viðbótar voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl