Föstudagur 06.desember 2019
Fréttir

Blóðug öfundsýki á Austurlandi – Sigurður stakk ítrekað nýjan kærasta konu sem var skyld honum – „What a fuck“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sigurðsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Austurlands þá réðst hann á annan mann vopnaður tveimur hnífum. Árásin var heiftúðug og lífshættuleg en svo virðist sem Sigurður hafi verið sturlaður af öfundsýki.

Í dómnum kemur fram að Sigurður hafi tekið því illa þegar maðurinn, fórnarlambið í málinu, tók saman við konu sem Sigurður var í sambúð með skamma stund. Hann sendi skilaboð sem einkenndust af heift. Samkvæmt fórnarlambinu þá var Sigurður skyldur konunni ættartengslum, en hafi þó verið ástfanginn af henni.

Sagðist ekkert muna

Í dómi segir: „Einnig segir í skýrslunni að brotaþoli  hafi  haft  orð  á  því  að  ákærði  hefði  áður  en  atvik  máls  gerðust  verið  með líflátshótanir og að tilefnið hafi verið ástríða hans gagnvart konu, sem brotaþoli hafði þá tiltölulega nýlega verið byrjaður að leggja lag sitt við“.

Í dómi kemur fram að um kvöldið 10. júlí síðastliðinn, sem var miðvikudagur, hafi Sigurður drukkið ótæplega af áfengi ofan í lyfseðilsskyld lyf. Hann ákvað svo að ganga um eins og hálfs kílómetra leið að húsi fórnarlambsins. Sigurður sagðist ekkert muna frá atvikinu. Hann sagðist hafa verið að drekka bjór einsamall heima hjá sér að horfa á kvikmyndir. Síðasta sem hann mundi eftir var að hann hafi ætlað að fara út að reykja.

„What a fuck“

Lýsing fórnarlambsins af atvikinu er hrollvekjandi. Hann segist hafa verið spila tölvuleik á netinu en hafði aflæst útidyrahurðinni þar sem hann átti von á kærustunni sinni. „Við nefndar  aðstæður  hafi  hann  heyrt  umgang  í  íbúðinni,  en  síðan  séð  hvar  ákærði  kom  í áttina  til  hans  inn  ganginn.  Brotaþoli  skýrði  frá  því  að  er  þetta  gerðist  hefði  verið skuggsýnt,  enda  ljósin  ekki  verið  tendruð  í  íbúðinni.  Hann  hafi  ávarpað  ákærða,  en  er ákærði hafi gengið nær hefði hann staðið upp úr stólnum og þá séð að ákærði hélt á hnífi í hægri hendi, sem hann otaði að honum. Vegna þessa hafi hann brugðist við og tekið í hægri hönd ákærða, en bar að þá hefði ákærði fyrirvaralaust komið með vinstri höndina og stungið öðrum hnífi, sem hann hafi haldið á í þeirri hendi, í háls hans,“ segir í dómi.

Þrátt fyrir þetta þá náði fórnarlambið að flýja af vettvangi. Hann náði að hlaupa til nágranna síns en hann hafi misst mikið blóð. Félagi fórnarlambsins var að spila við hann á netinu og heyrði því hvað gerðist. Því er lýst svo í dómi: „Vitnið bar að á meðan á þessum leik stóð hefði verið líkast því sem  einhver  hefði  brugðið  brotaþola  þar  sem vitniðhafi  heyrt  hann  segja: „Úff“ en í framhaldi  af  því  hafi  það  heyrt  brothljóð.  Vegna  þessa  kvaðst  vitnið  hafa  ályktað  að hundur brotaþola hefði komið þarna við sögu, en að auki hafi það heyrt brotaþola segja: „What a fuck.“ Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt frekara hljóð, en bar að brotaþoli hefði ekki svarað netskilaboðum.“

Sendi ástarjátningu

Meðal gagna málsins voru skilaboð Sigurðar til bæði konunnar og fórnarlambsins: „Segir í gögnum að slík skilaboð hafi m.a. verið frá 15. janúar 2019, en efnið hafi varðað nefnd sambúðarslit þeirra og enn fremur ástarjátningu ákærða. Að auki er tíunduð í skilaboðum frásögn ákærða í júnímánuði þess efnis að hann hefði leitað sér læknishjálpar og fengið ávísað lyfjum vegna kvíða og ofhugsunar, og að hann hefði í framhaldi af því haft orð á því að líðan hans hefði batnað. Að auki eru svofelld skilaboð frá ákærða til vitnisins tíunduð í gögnum lögreglu, dagsett 5. júlí nefnt ár: „Fer a […](skemmtistaður) i kvold, ef þú lætur sjá þig þá sting ég þig.““

Líkt og fyrr segir þá var Sigurður dæmdur í sex ára fangelsi en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald hans frá 11. júlí 2019. Hann þarf svo að greiða fórnarlambinu tæplega tvær milljónir í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara
Fréttir
Í gær

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki
Fréttir
Í gær

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar
Fréttir
Í gær

Gómaður með fjögur kíló af hassi

Gómaður með fjögur kíló af hassi
Fréttir
Í gær

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“