Föstudagur 06.desember 2019
Fréttir

Þetta er maðurinn á bak við umdeildu auglýsinguna í Mogganum – „Það eru ákveðnir þættir sem ógna fullveldinu“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 16:11

Ólafur til vinstri - Áróðursplakat nasista fyrir miðju - Mynd úr auglýsingunni umdeildu til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugsunin er sú að halda utan um þann hóp Sjálfstæðismanna sem finnst vanta ákveðið afl innan flokksins til að styðja við og vernda fullveldið,“ segir Ólafur Hannesson, oft kenndur við Hraun í Ölfusi, um auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Verið er að auglýsa stofnfund félags sjálfstæðismanna um fullveldismál. Auglýsingin hefur verið mikið athygli í dag en myndin sem fylgir með auglýsingunni svipar mikið til áróðursplakata nasista á stríðsárunum. Nýnasistasamtökin Norðurvígi hafa einnig notað svipaðar myndir í sínum auglýsingum hér á landi.

„Myndavalið við auglýsinguna er ekkert annað en það að það er verið að taka hana úr gamalli forsíðu Morgunblaðsins þar sem verið var að auglýsa stefnumál Sjálfstæðisflokksins, slagorðið er tekið þaðan líka,“ segir Ólafur um myndina og tekur fram að honum finnist hún falleg. „Það er verið að leita í grunninn. Það á ekki að vera neitt myndmál í þessu.“

Í netheimum hafa þó margir gagnrýnt auglýsinguna. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Þorgerður Katrín, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Ekki beint saknaðartilfinning sem vaknar!“ sagði Þorgerður Katrín á Twitter. Eins og áður segir þá svipar auglýsingin mikið til plakata nasismans frá stríðsárunum og hafa margir bent á það. „Sko ég get náttúrulega ekki ráðið því hvernig fólk er að túlka svona. Ég bara vorkenni þeim sem þurfa að sjá djöfla í hverju horni. Það er ekki verið að setja þetta fram í einhverjum áróðurstilgangi.“

Að vera setja þetta upp í þessa stefnu er í besta falli óeðlilegt. Þetta hefur enga tengingu við þessa stefnu. Það er engin sem ég er búinn  að tala við í þessum hóp sem er með þetta sem einhverja stefnu eða horfir á þetta í því samhengi, þetta tengist því ekki neitt. Mér finnst þessi umræða vera bara algjörlega óeðlileg. Fullveldi Íslands á að vera eitthvað sem okkur á að þykja vænt um“ Ólafur hrósar síðan hátíðinni sem haldin var í fyrra vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands og segir að landsmenn eigi að hampa fullveldinu. Þess má þó geta að hátíðardagskráin var afar umdeild vegna hátíðarræðu Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins. Ákvörðunin um að fá hana til að flytja hátíðarræðu á Þingvallafundi Alþingis í dag, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands, fór fyrir brjóstið á mörgum, vegna andstöðu hennar við innflytjendur.

Aðspurður um það af hverju þetta félag sé stofnað núna segir Ólafur að fullveldinu sé ógnað. „Það eru ákveðnir þættir sem ógna fullveldinu að einhverju leyti. Þetta er engin bráðhætta en þetta gerist smátt og smátt. Það þarf að halda utan um hluti eins og fullveldið því um leið og þú ferð að taka það eins og sjálfsögðum hlut þá er hætta á að það hverfi,“ sagði Ólafur í samtali við DV. Hann vildi ekki taka það fram hvaða þættir það væru sem stofnmeðlimirnir telji að ógni fullveldinu. Oft hefur verið rætt um innflytjendur frá öðrum menningarheimum sem ógn við fullveldinu. Ólafur vill þó meina að stofnmeðlimirnir telji innflytjendur ekki ógna fullveldinu.

Umdeilda auglýsingin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara
Fréttir
Í gær

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki
Fréttir
Í gær

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar
Fréttir
Í gær

Gómaður með fjögur kíló af hassi

Gómaður með fjögur kíló af hassi
Fréttir
Í gær

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“