fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Ferðamenn slógust við þjófa í Bláa Lóninu: „Ég hef aldrei séð annað eins“ – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Íslendingur sem varð vitni að því þegar japanskir ferðamenn sem heimsóttu Bláa Lónið á laugardaginn komu að innbrotsþjófi í bílaleigubíl þeirra. Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu en einn þjófanna var kominn með töluvert af eigum ferðamannanna í hendur sér þegar þeir japönsku komu auga á hann. Ferðamennirnir báðu nærstadda að hringja á lögregluna á meðan þeir reyndu að koma þjófinum niður í jörðina og halda honum.

„PLEASE CALL THE POLICE!“

Þjófurinn, sem var þeldökkur á hörund og talaði mjög óskýra ensku að sögn vitna, var þó töluvert stærri og þyngri en japönsku ferðamennirnir og náði því, eftir einhver handalögmál, að slíta sig lausan. Ferðamennirnir gáfust þó ekki upp og hlupu á eftir honum þvert yfir bílaplanið.

„Ég var bara nýkominn sjálfur upp úr Bláa Lóninu og var að setja sundfötin aftan í skott hjá mér þegar ég heyri öskrað; Please call the police. Ég lít þá upp og sé  tvo ferðamenn frá Asíu bókstaflega slást við þriðja manninn, sá var þeldökkur á hörund og töluvert stærri í vexti en hinir tveir,“ segir Íslendingurinn og bætir við að fjöldi fólks hafi orðið vitni að átökunum en flestir hafi ekki þorað að stíga inn í af ótta við frekari átök við þjófinn.

„Þetta gerðist líka bara svo hratt því stuttu eftir að ég tek eftir þessum slagsmálum þá nær þjófurinn að slíta sig lausan og tekur svo á rás þvert yfir bílaplanið í átt að hvítum Volkswagen Polo. Í þeirri bifreið virtist vitorðsmaður þjófsins bíða en ferðamennirnir gáfust ekkert upp og hlupu á eftir honum og inn í Polo-inn. Ég hleyp þarna að þeim og sé hvar ferðamennirnir reyna að halda í þjófinn og nánast eru að slást við hann aftan í þessum hvíta Polo sem síðan allt í einu keyrir af stað.“

Köstuðust út úr bílnum

Íslendingurinn segir ferðamennina tvo hafa kastast út úr bílnum á ferð og þjófarnir síðan keyrt áfram áleiðis Grindavíkurveginn í átt til Reykjavíkur.

„Þeir slösuðust sem betur fer ekki mikið. Skrámur hér og þar. Ég tók niður númerið á bifreiðinni, lét þá fá það og símanúmerið hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þeir voru að heimsækja Ísland frá Japan og voru svo gott sem nýkomnir til landsins þegar brotist er inn í bílinn þeirra. Einhverjir óku á eftir þjófunum en meira veit ég ekki,“ segir Íslendingurinn.

Annar sem hafði samband við DV vegna málsins staðfestir frásögn Íslendingsins en sá hafði einnig tekið hluta af atvikinu upp á myndskeið í símanum sínum. Myndskeiðið er ekki mjög skýrt en sýnir tvo bláklædda ferðamenn í handalögmálum við bíl þjófanna, rétt áður en honum er ekið af stað og þeir kastast út.

Þjófarnir lausir allra mála enn sem komið er

DV hefur undir höndum bílnúmerið á umræddum bílaleigubíl en samkvæmt uppflettingu í ökutækjaskráningu er um að ræða bílaleigubíl frá AVIS. Samkvæmt heimildum DV var bílaleigubílnum skilað deginum eftir þjófnaðinn og hafa forsvarsmenn AVIS engar upplýsingar um atvikið – enginn hafi haft samband við þá til þess að óska eftir upplýsingum um leigutaka bílsins og hefur hann nú verið leigður aftur út.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum þá mættu lögreglumenn frá embættinu á vettvang og ræddu við ferðamennina. Ekki hafi verið haft samband við bílaleiguna, til þess að finna út hver þjófarnir eru, þar sem engin kæra hafi verið lögð fram og má því draga þá ályktun að japönsku ferðamennirnir hafi haldið ferðalagi sínu um landið áfram þrátt fyrir áfallið á laugardaginn. Samkvæmt sömu upplýsingum keyrðu þjófarnir tómhentir af vettvangi og því má ætla að japönsku ferðamennirnir hafi náð eigum sínum áður en þeir fingralöngu spóluðu út af bílaplaninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“