fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sólveig segir Fréttablaðið með blæti: „Látum ekki bulla í okkur, ljúga að okkur, blekkja okkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:06

Hörður Ægisson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þau eru yfirleitt á öndverðum meiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að efnistök Fréttablaðsins sýni furðulega sýn á heiminn. Að hennar sögn sé blaðið með blæti fyrir kapítalisma og með þá hugmynd að fyrirtæki séu upphaf og endir alls í samfélaginu.

Sólveig nefnir sérstaklega viðskiptafylgirit blaðsins í þessu samhengi, en ritstjóri þess er Hörður Ægisson. „Var að lesa Markaðinn og skoðunarpistil í blaðinu. Fyrirtækja og kapítalista blætið sem birtast í skrifunum er svo magnað að það er eiginlega erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt er að komast að niðurstöðunum sem sá sem skrifar kemst að: Mannlegt samfélag á Íslandi er allt saman kapítalistum að þakka. Það er vissulega mannlegt að reiðast en á endanum eigum við mannfólkið allt okkar fyrirtækjunum að þakka þannig að fólk ætti að hætta að vera svona mannlegt sem allra fyrst,“ segir Sólveig.

Hún segir að þetta sé jaðarskoðun sem hafi orðið meginstraums. „Það er klikkað að hugsa til þess að eitthvað sem ættu að vera jaðarhugmyndir fólks með innilega sérviskulega sýn á samfélög hafi orðið meginstraums-hugmyndir stjórnmálastéttarinnar. Vegna þess að þó að það sé gaman að flissa yfir hýberbólu og furðulegheitum viðskipta-elskara í Markaðnum er ekkert fyndið við að nákvæmlega sama heimssýn ráði för þegar ákvarðanir eru teknar af valdamesta fólki samtímans. Hugmyndin um að hagsmunir hinna auðugustu séu ávallt mikilvægastir er sú hugmynd sem stýrir niðurstöðu allra þeirra „samtala“ sem valdastéttin á við sig sjálfa, allra þeirra einræðna um hún fer með til að senda skilaboðin um að óbreytt ástand sé það eina í boði. Kapítalisminn er kóngur, yfirboðari, eigandi,“ segir Sólveig.

Hún vitnar svo í rithöfundinn Ursulu K. Le Guin: „En ég ætla að vitna í hana Ursúlu, sem að skrifaði sumar af skemmtilegustu og fallegustu bókum í heimi: „Við búum í kapítalismanum. Vald hans virðist óumflýjanlegt. Það átti líka við um helgan rétt konunga. Öllu mannlegu valdi er hægt að veita viðnám og breyta af manneskjum. Andspyrna og breytingar hefjast oft listum, og oft í okkar listgrein, list orðanna.““

Hún hvetur almenning til að hafa þetta í huga. „Ég ætla að nota þessi orð hvatningarorð Ursulu til að hveta sjálfa mig áfram og ég vona að við getum öll látið hvetjast; til að láta ekki bulla í okkur, ljúga að okkur, blekkja okkur og afvegaleiða af þeim sem geta ekki hugsað sér neitt sem kalla má efnhagslegt réttlæti í mannlegu samfélagi, en geta þó aldrei, þegar þau eru spurð, svarað hversvegna. Notum orðin okkar til að lýsa því hvernig okkur líður og hvað okkur finnst og látum enga segja okkur að réttlætiskenndin okkar sé uppspretta vandans,“ segir Sólveig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi