fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Skrifstofa Alþingis sýndi skólastjóranum myndir af börnum reykja kannabis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofu Alþingis var ekki heimilt að veita ónefndum skólastjóra aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem sýndi ungmenni reykja kannabisefni á lóð Alþingis.

Persónuvernd hefur fellt úrskurð þess efnis.

Forsaga málsins er sú að kennarar við umræddan skóla gripu þrjá nemendur við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra barnanna en foreldrar eins þeirra höfnuðu því að barnið hefði tekið þátt í neyslunni. Þá var haft samband við skrifstofu Alþingis og óskað eftir aðgangi að efni úr eftirlitsmyndavél og var skólastjóra veittur slíkur aðgangur. Á upptökunni sáust börnin neyta vímuefnanna.

Persónuvernd barst ábending um málið þann 11. apríl síðastliðinn. Í svari frá skrifstu Alþingis kom fram að beiðni hafi komið frá umræddum skólastjóra um hvort hægt væri að fá myndefnið.

„Ég sagði að ekki væri hægt að fá neitt afhent út kerfinu nema það kæmi frá lögreglu en bætti við að ég gæti leyft [skólastjóranum] að sjá mynd af svæðinu. Það gerði ég og sýndi ég skólastjóranum efni úr einni vél og fór þetta fram á skrifstofunni hjá mér,“ segir í svarinu.

Þá kemur fram að engin afrit hafi verið gerð af myndefni og ekki séu til upptökur af því.

„Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum stjórnenda [X] hafi ekki verið gætt ákvæða 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Að lokum segir að skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur,“ segir í úrskurði á vef Persónuverndar.

Í niðurstöðu Persónuverndar segir að heimild til söfnunar umrædds myndefnis hafi verið háð því skilyrði að ekki yrði unnið frekar með efnið nema samkvæmt ákvörðun Persónuverndar eða með samþykki þeirra sem upptakan var af eða forsjáraðila þeirra. Skrifstofu Alþingis hafi verið óheimilt að veita utanaðkomandi aðgang að myndefninu, að undanskilinni lögreglu.

„Aðgangur sem skrifstofa Alþingis veitti að myndefni af ólögráða nemendum [X] úr eftirlitsmyndavélum samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga,“ segir í ákvörðunarorðum Persónuverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“