fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu í Hlíðahverfi um tvö leytið í nótt. Að sögn lögreglu hafði konan ruðst inn í íbúð hjá ókunnugum en ekki liggur fyrir hvað henni gekk til. Hún var í annarlegu ástandi og var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Fyrr um kvöldið, eða rétt fyrir klukkan 23, handtók lögregla mann í Háaleitis- og Bústaðahverfi en ítrekuð afskipti höfðu verið af manninum fyrr um kvöldið þar sem hann var að fara inn í hús eða hótel og leggjast til svefns. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Garðabæ. Ökumaður hafði þar misst annað framdekkið undan bifreið sinni en fyrr um daginn hafði hann látið setja nagladekkin undir. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið aftur á dekkjaverkstæðið og var ökumaðurinn aðstoðaður til síns heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu