fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Margrét Friðriks og Erna Ýr í hár saman – „Einhversstaðar verða vondir að vera“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður tókust á um mannanafnanefnd á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Báðar eru þær umdeildar fyrir róttækar hægri skoðanir.

Margrét deildi frétt frá Fréttablaðinu sem fjallaði um að mannanafnanefnd hafi hafnað nafninu Lucifer. Margrét fagnar úrskurðinum og skýtur á foreldra sem vilja nefna barnið sitt með þessu nafni. „Ótrúlegt skilningsleysi af foreldrum að vilja skíra í höfuðið á kölska spá ekkert í að barninu yrði strítt og svo framvegis,“ sagði Margrét og bætti við að greinilega sé þörf á þessari nefnd.

„Þar sem nafnið Lucifer er eitt af nöfnum djöfulsins telur mannanafnanefnd ljóst að það geti orðið nafnbera til ama. Auk þess getur ritháttur nafnsins Lucifer ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn c telst ekki til íslenska stafrófsins,“ sagði í úrskurði Mannanafnanefndar.

Erna Ýr svarar færslu Margrétar og spyr hana hvort Lucifer þýði ekki ljósberi. „Lucifer er nafn djöfulsins, hans heita helvíti verður seint talinn ljósberi,“ segir Margrét þá en Erna því. „Lucifer er fallni engillinn. Hann hefur það hlutverk að refsa þeim með helvítisvist, sem hafa eitthvað ljótt á samviskunni,“ segir Erna.

Margrét bendir þá á að fallni engillinn Lucifer hafi svikið guð, þess vegna hafi honum verið vikið úr himnaríki. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ segir Erna þá. Margrétt tekur undir með því en bendir á að engir vondir hafi verið til fyrr en Lúsifer féll af himnum og fór til helvítis.

„Ég hélt það hefði gerst með brottrekstrinum úr Eden og þegar Kain drap bróður sinn,“ segir Erna en Margrét leiðréttir það. „Þá gerðist maðurinn syndugur en Lúsifer var komin í helvítisvistina þá,“ segir Margrét.

Erna segir það eins gott að einhver sé til í að taka við greyjunum sem ekki fá víst á himnaríki. „Samkvæmt Biblíunni mun maðurinn drottna yfir heiminum í 6000 ár og á lokatímum mun allt snúast í andhverfu sína og heimurinn verður syndugur upp fyrir haus eins og við erum að horfa uppá í dag,“ segir Margrét. „Eftir 6000 árin þá tekur Dottinn við keflinu á ný og drottnar yfir heiminum í 1000 ár, en það styttist í þetta, því nú er árið 5780 samkvæmt hebreska dagatalinu.“

Erna segist taka öllum heimsendaspám með fyrirvara. „En hey, ég verð um það bil að komast á eftirlaun ef það gerist,“ segir hún síðan í góðlátlegu gríni. Margrét bendir þá á að hebreska dagatalið gæti verið vitlaust. „Svo er spurning hvort að hebreska dagatalið skeikar um 1-200 ár þá er ennþá styttra í þetta, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. En ég persónulega tek ekki áhættuna því allir spádómar Guðs hafa ræst og er þar ekkert lát á. Amen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum