fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Karl Gauti hugsi yfir sjálfsfróun drengja: „Brenglaðar hugmyndir um hvernig á að nálgast hitt kynið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjartarson, þingmaður Miðflokksins tjáði sig um stöðu drengja í Síðdegisútvarpinu á Bylgjunni í dag, en hann virðist hafa áhyggjur af málinu.

„Drengir virðast eiga undir högg að sækja, eða allavega yngri hluti karlmanna,“ sagði Karl og benti á skólakerfið sem dæmi.

„Þeir falla frekar úr framhaldsskólum, heldur en stúlkur, þannig þeir virðast ekki finna sig.“

Karl sagði að margar ástæður væru fyrir þessu og nefndi sem dæmi muninn á milli karla og kvenna, sem hann sagði að væri raunveruleikinn í langflestum tilfellum. Sem dæmi hélt hann því fram að stelpur væru rólegri en strákar, sem hefðu þó meiri athafnaþrá.

Einnig nefndi Karl Gauti að talsvert meira væri um kvenkennara sem ylli því að drengirnir hefðu færri fyrirmyndir.

„Drengir alast upp við þetta áratugum saman, að hafa enga karlmennskuímynd, eða fyrirmynd, heldur hafa þeir konurnar.“

Karl minntist einnig á klámnotkun drengja, sem hann hefur miklar áhyggjur af.

„Aðgangur að klámi, sem auðvitað með tilkomu Internetsins er orðinn barnaleikur einn, fyrir krakka sem eru jafnvel mjög ungir.“

Karl Gauti sagði að tvímælalaust eitraði klámið karlmennskuímyndir drengjanna.

„Þarna sjá drengir verstu hliðar kynlífsins og ganga svo út í samfélagið með brenglaðar hugmyndir um hvernig á að nálgast hitt kynið,“

Spurður um mögulegar úrlausnir svaraði Karl að það væri á ábyrgð foreldra að kann hvað börnin eru að skoða.

Karl minntist einnig á tölvuleiki sem hann sagði að gætu einangrað og stuðlað að óheilbrigðu líferni, þá sérstaklega hjá drengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land
Fréttir
Í gær

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi