fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, opnaði á dögunum vefsvæði sem er vettvangur undir sögur um spillingu á Íslandi. Björn Leví birtir brot af þeim sögum sem hafa borist í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa og innan sólarhrings hafi verið komnar um hundrað sögur.

„Að undanförnu hafa komið fram upplýsingar um eitt stærsta spillingarmál Íslandssögunnar. Þar er sögð saga af uppsöfnuðum auði og völdum í skjóli íslensks kvótakerfis og hvernig þeim völdum var beitt til þess að arðræna Afríkuríki auðlindum sínum. Þar er sögð saga þess hvernig fjármagn flæðir fram og til baka í gegnum aflandsfélög þar sem ógagnsæ fyrirtækjalöggjöf er notuð til þess að fela slóðina. Sagan passar vel inn í klassíska spillingarmynd beinna mútugreiðslna til ráðamanna eins og þær birtast í kvikmyndunum. En spilling á sér fjölbreyttari birtingarmyndir en þetta. Spillingin birtist í öllum stærðum og gerðum en þegar upp er staðið er spilling alltaf jafn alvarlegt mál,“ segir Björn í pistli sínum.

„Ég bað fólk nýlega um að senda mér dæmi um sögur af spillingu á Íslandi. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og innan sólarhrings voru komnar um eitt hundrað sögur. Markmiðið með því að safna íslenskum spillingarsögum er að læra, kenna og upplýsa um umfang,“ segir hann.

Sögurnar sem um ræðir eru nafnlausar og órekjanlegar og segir Björn að sögur berast sem eru á einhvern hátt rekjanlegar þá verði þær ekki birtar. Þá ítrekar Björn að haldbærar ábendingar um spilling eigi að tilkynnast réttbærum yfirvöldum. Björn segir markmiðið vera ða safna og sýna dæmi um birtingarmyndir spillingar í íslensku samfélagi. Staðreyndin sé sú að hér á landi virðist lítið gert úr því að hér á landi ríki spilling.

Það er til dæmis vísað til þess að við séum neðarlega á lista um spillingu í ríkjum heims. Það segir samt ekki alla söguna því íslensku spillingarsögurnar eru „persónulegri“, í líkingu við gömlu góðu frændhyglina,“ segir Björn sem nefnir svo nokkur dæmi um sögur sem hafa borist:

„Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.“

„Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem matvæli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.“

„Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.“

„Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.“

„Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.“

Björn segir að sögurnar séu eins mismunandi og þær eru margar en markmiðið sé ekki að fara á nornaveiðar heldur safna upplýsingum og læra. „Til þess að geta stöðvað spillinguna þurfum við fyrst að fá heildstæða mynd af þeirri spillingu sem ríkir á Íslandi. Þá getum við ráðist að rótum hennar og kannski komið í veg fyrir næsta Samherjamál.“ segir Björn sem hvetur fólk til að senda sögur í gegnum vefsíðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum