fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fóru um Breiðholtið og Árbæ og stálu símum af unglingum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 08:16

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna gruns um þjófnað og tilraun til þjófnaðar í Breiðholti og Árbæ í gærkvöldi.

Rétt fyrir klukkan níu var tilkynnt um þjófnað í Breiðholti en þar hafði unglingur leyft mönnum að hringja úr síma sínum. Mennirnir hlupu á brott með símann og komust undan. Rúmum klukkutíma síðar var tilkynnt um tvo menn sem höfðu veist að manni á göngustíg og krafið hann um úlpu, peninga og síma. Að sögn lögreglu náði maðurinn að komast undan án þess að afhenda eigur sínar. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit en voru handteknir svo í þriðja málinu.

Á tólfta tímanum var tilkynnt um tvo menn í Hraunbæ sem höfðu rænt síma og fleiru frá þrettán ára dreng. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Að sögn lögreglu eru þetta sömu menn og eru grunaðir í málunum tveimur í Breiðholti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work