fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Trausti í hringiðu borgaralegrar handtöku: Ódámurinn lúbarinn úti á götu – Sjáðu myndbandið

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að hann hafi meira verið fúll yfir að hafa dottið á meðan hinir tveir sluppu. En hann virtist alveg vera brattur eftir þetta,“ segir Trausti Hafliðason, 38 ára Íslendingur, sem búsettur er í Bretlandi.

Vegfarendur brugðust skjótt við og yfirbuguðu ræningja þegar rán var framið í skartgripaverslun í vesturhluta Lundúna á dögunum. Trausti varð vitni að atvikinu og náði myndum af því. Annar maður tók svo upp myndband sem má sjá hér fyrir neðan.

Atvikið átti sér stað í lok októbermánaðar og voru það breskir fjölmiðlar sem fjölluðu fyrst um það. Trausti sagði til dæmis í samtali við Metro að hann hafi verið á gangi úti á götu þegar hann sá að svartri Range Rover-bifreið var ekið í gegnum glugga umræddrar skartgripaverslunar sem er í Shepherd’s Bush.

Þrír menn, sem allir voru með hjálma á höfðinu, fóru út úr bifreiðinni og inn í verslunina sem þeir fóru svo ránshendi um. Að minnsta kosti einn þeirra var vopnaður sleggju.

Eftir ránið hlupu mennirnir út úr versluninni en vegfarendur reyndu að yfirbuga þá. Einn ræningjanna, sá sem talinn er hafa haldið á pokanum sem innihélt þýfið, datt þegar hann reyndi að forða sér og þá sáu vegfarendur sér leik á borði og yfirbuguðu hann.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi létu vegfarendur höggin dynja á manninum. Í samtali við DV segir Trausti að maðurinn hafi ekki verið illa slasaður en þó marinn. Þá segir hann að vegfarendur hafi ekki lagt í manninn sem var með sleggjuna.

Eftir að vegfarendur létu manninn finna fyrir því komu tveir lögregluþjónar og handtóku hann. Ekki liggur fyrir hvort hinir tveir hafi verið handteknir en þeir komust í burtu á hlaupum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð