fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Íslensk erfðagreining fann tengsl milli einhverfu, geðklofa og ADHD

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrigði í erfðaefni sem hefur verið tengt við geðklofa og einhverfu eykur líkur einstaklings á að hafa ADHD taugaröskunina, samkvæmt stórri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar.

Rannsóknin fann átta eintakabreytileika – brottfelling og tvöföldun stórra litningasvæða- sem eru algengari hjá einstaklingum með ADHD heldur en í einstaklingum sem ekki eru með taugaröskunina. Þessir sömu eintakabreytileikar hafa áður verið tengdir við einhverfu og geðklofa.  Þessar breytingar skerða hæfni þessara einstaklinga til að leysa ýmis verkefni og raskað starfsemi hugans.

Rannsóknin styður þá kenningu að einhverfa, geðklofi og ADHD hafi sambærilegar erfðafræðilega rót.

Í rannsókninni var erfðaefni frá tæplega 9000 einstaklingum, börnum og fullorðnum frá bæði Íslandi og Noregi. Leitað var eftir því hvort ADHD einstaklingarnir væru með sömu eintakabreytileikana og höfðu áður verið tengdir við einhverfu, geðklofa eða bæði.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að 2 prósent þátttakenda með ADHD voru með að minnsta kosti einn eintakabreytileikanna, en aðeins 1 prósent þátttakenda í samanburðarhóp.  Þessi niðurstaða bendir til að afbrigðin í erfðaefni finnist í um 1 af hverjum 50 einstaklingum með ADHD. En þykir þessi niðurstaða afar merkileg.

Af þeim 19 eintakabreytileikum sem leitað var af eru fimm svo sjaldgæfir að engar ályktanir má draga af tengslum þeirra við ADHD, en átta þeirra hins vegar virðast töluvert auka líkur á ADHD.

 

Frétt: Spectrum News

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum