Mánudagur 09.desember 2019
Fréttir

Anton bráðkvaddur – Farsæll þúsundþjalasmiður og vert látinn: „Hann tók utan um mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Narvaéz, vinsæll veitingamaður á Íslandi, er látinn. Hann stofnaði fjölda veitingastaða á Íslandi, þar á meðal steikhúsið Argentínu. Anton varð bráðkvaddur þann 9. nóvember 2019. Hann fæddist í Síle en var ættaður frá Argentínu. Hann settist að á Íslandi árið 1982 og bjó lengst af í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni.

Hans er minnst í Morgunblaðinu í dag en í æviágripum segir: „Anton flutti ungur til Danmerkur og þar fór hann í skóla og lærði bátasmíði. Hann flutti til Íslands 1967 og fór að vinna hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn og Blikksmiðju Hafnarfjarðar hjá Gústa blikk en hætti þar og fór að vinna hjá álverksmiðjunni ÍSAL í Straumsvík og þaðan var hann sendur að vinna ýmist í Danmörku og Svíþjóð og þar bjó fjölskyldan um tíma með honum. Árið 1973 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og þar með þurfti hann að breyta nafninu sínu úr Nolberto Antonio Narvaez Corvetto.“

Hann stofnaði síðar hinn geysivinsæla veitingastað Argentínu. „Anton bar titilinn þúsundþjalasmiður með rentu. Hann smíðaði bátinn Farsæl GK 162 í Svíþjóð, sem tengdafaðir hans og mágur sigldu á til Íslands með búslóðina, og seldi hann þeim bátinn. Þar með settist hann að á Íslandi árið 1982 ásamt eiginkonu og þremur börnum og bjuggu þau í Hafnarfirði. Fjölskyldan opnaði sinn fyrsta veitingastað, El Sombrero, á Laugavegi 73, árið 1984. Árið 1988 opnaði hann veitingastaðinn Argentínu steikhús ásamt þremur öðrum. Þann stað smíðaði hann einnig frá grunni sem og alla hina staðina, hann opnaði alls tíu veitingastaði og var með sinn ellefta og síðasta í smíðum, Mamma Mía, sem átti að opna á næstu dögum í Keflavík,“ segir í Morgunblaðinu.

Vinur hans, Ragnar Rúnar Þorgeirsson vélstjóri, þekktur fyrir brandarahorn sitt á Facebook, skrifar hjartnæma minningargrein um fallinn félaga. Hann segist hafa lært ýmislegt af Antoni. „Það er mér minnisstætt þegar ég hitti hann fyrst. Þá kom hann frá Danmörku með Jónu systur, þau bjuggu við Garðaveg 9 í Hafnarfirði. Hann tók utan um mig eða eiginlega umfaðmaði mig. Ég varð mjög vandræðalegur því ég átti þessu ekki að venjast. Þótt það væri vandræðalegt þótti mér mjög vænt um þetta og hugsaði að fyrst mér þætti vænt um það hlyti öðrum að þykja það líka. Ég fór að gera þetta við annað fólk; fyrst í litlum mæli en geri þetta mikið í dag. Það kemur varla sá dagur að ég faðmi ekki fólk. Eiginlega á hverjum degi,“ skrifar Ragnar en hann er jafnframt bróðir fyrrverandi eiginkonu Antons.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Aftakaveður og blindbylur: Svona verður staðan klukkan 18 á morgun

Aftakaveður og blindbylur: Svona verður staðan klukkan 18 á morgun
Fréttir
Í gær

Maður er látinn eftir að hafa fallið fram af svölum í Úlfarsárdal – 5 manns hafa verið handteknir vegna málsins

Maður er látinn eftir að hafa fallið fram af svölum í Úlfarsárdal – 5 manns hafa verið handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnast Magnúsar Inga – Eiginkonan kveður – „Hvíldu í friði, ást­in mín“

Minnast Magnúsar Inga – Eiginkonan kveður – „Hvíldu í friði, ást­in mín“
Fyrir 2 dögum

Jæja RÚV, hvað er að frétta?

Jæja RÚV, hvað er að frétta?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ritstjóri Stundarinnar svarar skipstjóra Samherja: „Beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks“

Ritstjóri Stundarinnar svarar skipstjóra Samherja: „Beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir Jóns Þrastar ósátt við ráðningu einkaspæjara og viðtalið við Önnu – „Ég líð ekki að það sé talað svona um son minn“

Móðir Jóns Þrastar ósátt við ráðningu einkaspæjara og viðtalið við Önnu – „Ég líð ekki að það sé talað svona um son minn“