fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fréttir

Átakanleg sambandsslit Heiðdísar og Farzad – Ofbeldi, svik og vændi – „Hún ætlaði að skera af mér typpið“

Tómas Valgeirsson, Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðdís Rós Reynisdóttir, eða Heiðdís Rós Celebrity MUA, og Farzad Sepahifar, sem Heiðdís kallaði lengi draumaprinsinn sinn, slitu samvistir og trúlofun sinni á dögunum eftir rúmt ár.

Heiðdís er förðunarfræðingur, ættuð úr Garðabænum og hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Þúsundir Íslendinga hafa fylgist með lífi hennar á samfélagsmiðlum undanfarin ár en þar gefur hún fylgjendum sínum innsýn í líf sitt. Í september í fyrra skrifaði hún niður lýsingu á draumaprins sínum og svo örfáum dögum síðar birtist Sepahifar. Hann er rúmlega þrítugur athafnamaður og er honum mikið í mun að sýna ríkisdæmi sitt á Instagram.

Mik­il ólga hef­ur ein­kennt sam­bands­slit­in en Sepahifar kærði Heiðdísi fyrir líkamsárás nú á dögunum. Þá var hann kominn með tímabundið nálg­un­ar­bann gegn henni og koma þau fyr­ir dóm­ara þann 20. nóv­em­ber næst­kom­andi.

DV hafði samband við Sepahifar og hann leysir frá skjóðunni um sína hlið málsins.

Eyddi 1.500 Bandaríkjadölum á dag

„Ég er í ruglinu. Ég er sár, ég er reiður, ég skil ekki neitt og suma daga get ég ekki hætt að gráta. Mér líður eins og eitthvað hafi dáið inni í mér,“ segir Sepahifar.

„Ég var yfir mig ástfanginn af Heiðdísi áður en ég sá hvernig hún var í raun og hvernig hún sá mig sem fylgihlut og peningavél, enda eyddi hún að meðaltali 1.500 dollurum á dag og oftar en ekki voru þetta mínir peningar. Þessi kona er svikahrappur, glæpamaður og ofbeldismanneskja og ég trúi ekki að ég hafi ekki komið auga á það fyrr. Eins og svo margir var ég ákveðinn fangi ástarinnar og ákvað að leyfa henni að njóta vafans, fulloft sennilega.“

Að sögn viðskiptajöfursins er heimurinn og samfélagið enn þannig að karlmenn þora ekki að stíga fram og játa að þeir hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi, enn síður þegar gerandinn er kvenmaður. „Í Kaliforníu er hvergi til neitt athvarf eða stuðningsmiðstöð fyrir karlmenn sem hafa orðið fyrir ofbeldi,“ segir Sepahifar og hyggst stofna eitt slíkt í Beverly Hills á næstunni.

„Í Bandaríkjunum er þetta sérstaklega þannig að fáir trúa karlmönnunum og ég efast ekki um að fáir muni trúa mér. Fólk spyr sjaldan eða aldrei hvers vegna ég missti alla þessa þyngd vegna stress, ótta, niðurlægingar. Ef ég væri hundur væri eigandinn löngu kominn í fangelsi. Mitt markmið núna á næstunni er að stofna miðstöð fyrir karlkyns þolendur ofbeldis. Aðrir í mínum sporum væru örugglega búnir að enda líf sitt eftir svona ofbeldishegðun, niðurrif og vantraust.“

„Svona er máttur píkunnar, því miður“

Sepahifar kveðst hafa misst tæp sextán kíló á skömmum tíma vegna vanlíðunar, lystar- og svefnleysis. Að hans sögn var Heiðdís honum ótrú og það ítrekað. Hann líkir lifnaðarháttum Heiðdísar við vændisstarfsemi og segir áhrifavaldsímynd hennar vera grímu, að lifibrauð hennar feli það í sér að stunda kynlíf með vel efnuðum karlmönnum gegn háum fjárhæðum, skartgripum eða annars konar gjöfum. Þetta eru afar alvarlegar ásakanir, en DV hefur fengið ábendingar um svipaðan lífsstíl Heiðdísar. Ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Heiðdís er að sögn Sepahifar mikið úti á lífinu í Los Angeles og vill hann meina að fyrstu viðvörunarbjöllurnar hafi hringt þegar hann sá hversu stíft og títt hún neytti áfengis. Þá fór hún að missa sig út í hina hlið sína, eins og viðskiptajöfurinn orðar það.

Sepahifar segir þessa hlið hennar hafa farið alveg framhjá honum við fyrstu kynni en hún sýndi sig með tímanum með stigmagnandi hegðunarbreytingum og uppgötvunum um framhjáhald. „Ég elskaði hana af öllu mínu hjarta. Ég gerði allt fyrir hana. Svo fór ég að átta mig á öllum lygunum og mér varð hreinlega óglatt þegar ég fann þá tengingu að hún seldi sig fyrir peninga,“ segir hann. Það skal ítrekað að þessar ásakanir hafa ekki fengist staðfestar.

„Það vilja allir glansinn, þennan týpíska peningadraum. Þetta er auðvitað sterkt í Bandaríkjunum og gamlir karlmenn fá einhverja valdavímu við að kasta peningum í hvítar, ljóshærðar skvísur. Svona er máttur píkunnar, því miður, og þykir mér þetta ógeðslegt. Hefði ég vitað fyrir hvernig Heiðdís var hefði ég hlupið í burtu þegar ég kynntist henni. Ég lærði mína lexíu, heldur betur.“

Limur í lífshættu

Sepahifar rifjar upp eina af verri minningum sambandsins á lokametrunum, sem hann segir vera tengda kynlífsfíkn hennar. Sepahifar segir að hún hafi sýnt af sér hegðun sem hann telur vera nauðgun. Þegar hann neitaði henni um kynlíf varð fjandinn laus. Sepahifar segir frá:

„Kvöld eitt reyndi hún að stunda kynlíf með mér í stofunni. Þarna vissi ég að hún var kynlífsfíkill og mig langaði ekkert til þess að sofa hjá henni. Hún var öll ógeðsleg og subbuleg. Hún spáði ekkert í það og reyndi þá að sjúga mig. Ég lá þarna flatur og fékk ekki stinningu. Hún þrýsti nöglunum að kóngnum á mér.

Ég sagði við hana: „Ef þig langar einn daginn í börn með mér, ertu að klúðra því með þínum eigin höndum.“

Þá bókstaflega stökk hún upp á mig og réðst á mig. Ég vissi að ef ég myndi verja mig myndi hún kæra mig fyrir líkamsárás, þess vegna reyndi ég að flýja. Ég ýtti henni frá mér, hljóp frá og þá rauk hún inn í eldhús og sótti hníf. Hún ætlaði að skera af mér typpið. Hún kallaði það hátt, aftur og aftur: „Ég ætla að skera af þér typpið“.

Ég áttaði mig þá á því að ég var ekki bara einn í húsinu með henni, heldur komst ég að því að búið var að slökkva á myndavélunum, sem vakta húsið venjulega allan daginn. Ég gat ekki annað en flúið og hef ekki getað sofið heila nótt síðan.“

Nálgunarbannið Farzad sótti um nálg­un­ar­bann gegn Heiðdísi og koma þau fyr­ir dóm­ara þann 20. nóv­em­ber næst­kom­andi.


Allt annar maður Sepahifar hefur lést töluvert frá upphafi sambandsins.

Þegar Sepahifar er spurður út í kornið sem fyllti mælinn og leiddi til bæði kæru og tímabundins nálgunarbanns segir hann kvöldið hafa verið örlagaríkt og óhugnanlegt. „Hún réðst á mig, kýldi mig og reyndi að kyrkja mig. Einn af vinum mínum þurfti að hrifsa hana af mér. Ég hafði þrjú vitni að frátöldum öryggismyndavélunum,“ segir hann og heldur áfram.

„Það þarf að tryggja það að þessi stúlka fari í fangelsi eða verði í það minnsta vísað úr landi. Hún býr hér ólöglega, en það spáir enginn í það vegna þess að hún er skvísa sem treður sér upp að valdamiklum mönnum og veitir þeim kynlíf. Hún kemst upp með allt.“

DV hafði samband við Heiðdísi en hún hefur ekki viljað tjá sig um málið. Í sam­tali við mbl.is á dögunum sagði hún að auðvelt væri að fá á sig nálg­un­ar­bann í Los Ang­eles. Heiðdís bætti við að til­gang­ur nálg­un­ar­banns­ins væri að koma í veg fyr­ir að hún gæti náð í dótið sitt til hans. 

Þegar Sepahifar er spurður út í þetta svarar hann: „Ég hringdi í marga vini hennar til að fá þá til að sækja allt dótið hennar en það kom aldrei neinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um stórfelld undanskot í tengslum við útleigu í gegnum Airbnb

Grunur um stórfelld undanskot í tengslum við útleigu í gegnum Airbnb
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigendur PT-ferða ákærðir fyrir skattsvik og peningavætti – Gjaldþrot upp á 268 milljónir

Eigendur PT-ferða ákærðir fyrir skattsvik og peningavætti – Gjaldþrot upp á 268 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór Armand lætur lögregluna heyra það – „Einn bjór á bar í Reykjavík kostar það sama og fjórtán kexpakkar í Hagkaup“

Halldór Armand lætur lögregluna heyra það – „Einn bjór á bar í Reykjavík kostar það sama og fjórtán kexpakkar í Hagkaup“