fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Steinunn Ólína rekin úr metoo-hópi og sökuð um trúnaðarbrest – „Ég braut engan trúnað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur rekin úr metoo-hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Kemur þetta fram í frétt á Vísir.is. Steinunni var tilkynnt um þetta með skilaboðum á Facebook og ástæðan sögð vera trúnaðarbrestur.

Umræddur metoo-hópur birti 64 reynslusögur um áreitni haustið 2017 ásamt yfirlýsingu sem undirrituð var af rúmlega 500 konum. Yfirlýsingin og sögurnar birtust meðal annars á vef Steinunnar, Kvennablaðinu.

Steinunn Ólína hefur skrifað nokkrar harðorðar greinar í kjölfar dómsmáls leikarans Atla Rafns Sigurðssonar en honum voru dæmdar háar skaðabætur í Héraðsdómi vegna uppsagnar hans frá Borgarleikhúsinu. Ástæða uppsagnarinnar voru kvartanir nokkurra samstarfskvenna á hendur Atla Rafni um kynferðislega áreitni. Hins vegar fékk Atli hvorki að vita efni ásakananna né nöfn ásakenda. Vóg það þungt í niðurstöðu dómsins.

Í greinum sínum hefur Steinunn Ólína tekið málstað Atla Rafns auk þess að gagnrýna harðlega Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur rithöfund og sakað hana um að hafa markaðssett kynferðislegt ofbeldi gegn sjálfri sér.

Í stuttu spjalli við DV segist Steinunn í rauninni ekki hafa neitt um málið að segja. Henni þætti fróðlegt að vita í hverju hinn meinti trúnaðarbrestur hennar sé fólginn: „Því geta þær ekki svarað. Ég braut engan trúnað,“ segir Steinunn.

Sjá einnig:

Steinunn Ólína fagnar skaðabótadómi Atla Rafns

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga