fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Runólfur kemur Þorsteini Má til varnar: „Það er ekki glæpur að vera hvatvís“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 19:07

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ágústsson, fyrrverandi skólameistari á Bifröst, kemur Þorsteini Má Baldvinssyni til varnar í umræðunni um mál Samherja. Segist hann hafa dáðst að æðruleysi Þorsteins í viðtali á  Vísir.is í dag. Það var þó þannig að Þorsteinn sótti hart að Runólfi vegna ritgerðar sem sá síðarnefndi skrifaði um eignarhald á kvóta. Runólfur er mjög gagnrýninn á yfirlýsingar stjórnmálamanna um mál Samherja undanfarna daga og segir að þeir eigi ekki að reyna að hafa áhrif á skattyfirvöld, lögreglu eða saksóknara. Pistill Runólfs á Facebook er eftirfarandi:

„Ég hef aldrei hitt Þorstein Má Baldvinsson það ég viti. Einu persónulegu kynni mín af honum voru þegar hann hringdi í Sýslumanninn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, hvar ég hafði nýútskrifaður ungur lögfræðingur hafið störf sem sýslufulltrúi og gerði þá kröfu að ég yrði áminntur eða rekinn. Rúnar Guðjónsson, sá hægláti heiðursmaður og þáverandi sýslumaður þeirra Borgfirðinga og Mýramanna, taldi slíkt torsótt enda drengurinn þokkalega efnilegur og hefði bara unnið hjá embættinu í þrjá daga.

Tilefnið var ritgerð mín til embættisprófs í lögfræði um eignarhald á kvóta sem forstjóra Samherja líkaði ekki, en hún hafði fengið fjölmiðlaumfjöllun kvöldið áður.

Það er ekki glæpur að vera hvatvís, þótt mútugreiðslur séu það að íslenskum lögum. Margt má um Samherja og fyrrverandi forstjóra þess fyrirtækis segja, en ég get ekki annað en dáðst að æðruleysi Þorsteins í þessu viðtali.

Við verðum og hjótum að treysta réttarkerfi okkar til að rannsaka og dæma í þessu máli, óháð skoðunum okkar, almenningsáliti eða skoðana stjórnmálamanna á málinu. Í því sambandi verð ég að segja að kröfur sem fram hafa komið frá einstökum stjórnmálamönnum um tiltekar aðgerðir gegn Þorsteini eða Samherja eru einkar óviðeigandi. Stjórnmálamenn eiga ekki að reyna að hafa áhrif á skattayfirvöld, lögreglu eða saksóknara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga