fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fréttir

Áróra segir víðsýna heimsborgara menga mest – Mengar góða fólkið mest?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 10:44

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði, hefur verið að kanna kolefnisfótspor fólks með tilliti til ýmissa þátta. Grein eftir Áróru og hóp rannsakenda birtist í vísindatímaritinu Sustainability en  þar voru niðurstöður rannsóknarinnar settar fram.

„Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra í samtali við Fréttablaðið.

Rannsóknin skilaði niðurstöðum sem gætu komið einhverjum á óvart en þær sýna að eftir því sem fólk hefur meiri umhverfisvitund þá er kolefnisfótsporið þeirra stærra. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir doktorsneminn. Það má því velta fyrir sér hvort hið svokallaða „góða fólk“ mengi meira en aðrir en „góða fólkið“ er oftast með mikla umhverfisvitund. Lýsing Áróru fellur ágætlega að staðalímyndinni um „góða fólkið“.

Áróra segir að meðal annars hafi ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu verið skoðaðar og kolefnisfótspor þeirra reiknað út. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir Áróra.

„Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ segir Áróra enn fremur en niðurstöður rannsóknanna sýna það skýrt að þegar fólk talar fleiri tungumál þá flýgur það oftar. Þar af leiðandi skilur það eftir sig stærra kolefnisspor.

„Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“

„Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ sagði Áróra og bendir á að svo virðist vera sem þeir sem noti bíl fljúgi einnig meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslandsmeistaramóti í hrútadómum aflýst – Hrútaþuklið bíður betri tíma

Íslandsmeistaramóti í hrútadómum aflýst – Hrútaþuklið bíður betri tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungt fólk áberandi meðal COVID-smitaðra – „Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma??“

Ungt fólk áberandi meðal COVID-smitaðra – „Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“