fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kristján Þór hitti Þorstein Má nýlega og spurði hvernig honum liði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist ekki hafa haft nein afskipti af útgerðarfyrirtækinu Samherja síðan hann var í stjórn fyrirtækisins. Kristján var formaður stjórnar Samherja á árunum 1996-1998. Eftir það starfaði hann um tíma fyrir félagið sem sjómaður á togara.

Í viðtali við RÚV segist Kristján engin afskipti hafa haft af fyrirtækinu undanfarna áratugi. Samherjamenn sögðu í samræðum við namibíska áhrifamenn að Kristján væri „þeirra maður“. Kristján segir við RÚV að Samherjamenn verði sjálfri að svara fyrir hvað þeir hafi átt við með þeim ummælum:

„Því verða þeir að svara sjálfir. Ég hef hingað til bara litið á mig sem minn eigin og minnar fjölskyldu og er þekktur fyrir flest annað en að vera mjög undanlátssamur. Ég hef nú frekar orð á mér fyrir að vera frekar stífur í framgöngu.“

Kristján segir að umfjöllun Kveiks um mútugreiðslur Samherja í Namibíu hafi verið mjög sláandi. Aðspurður segist hann hafa hitt stjórnendur fyrirtækisins nýlega, meðal annars Þorstein Má Baldursson: „Ég var bara að spyrja hvernig honum liði einfaldlega,“ sagði Kristján.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu