fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hafa plaköt merkt kínverska sendirráðinu verið til sýnis á neðri hæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands. Margir gagnrýna þetta harðlega í ljósi þess að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hafi fordæmt nasistaáróður á dögunum en birti áróður frá ríki sem margir flokka sem fasískt innan skólans.

DV fékk senda ábendingu varðandi málið frá heimildarmanni en hann segir plakötin vera á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa. „Hundruð slíkar stofnanir úti í heimi hafa verið ásakaðar um að vera málgögn kínverskra stjórnvalda,“ segir heimildarmaðurinn og vísar í frétt frá RÚV um þessar stofnanir.

„Þessi sýning kappkostast að hylla kínversk yfirvöld, til dæmis fjallar eitt plakatið um góða vegferð Kína eftir að hafa kjarnorkuvæðst. Annað plakat er með stórri mynd af Xi Jinping, forseta Kína, ásamt lofsamlegum texta. Xi Jinping er nú hálfgerður einráður eftir að hafa numið ákvæði úr kínversku stjórnarskránni sem kváðu á um hámarksfjölda kjörtímabila í forsetaembætti.“

Hann segir að honum sé misboðið að Háskóli Íslands skuli leyfa þessa sýningu á plakötunum enda sé hún „augljóslega ætluð til að fegra ímynd ríkis sem hefur enn og aftur gerst brotlegt um stórfelld mannréttindabrot“. Hann nefnir morðin á Uighur-múslimum í norðvestur-hluta Kína sem dæmi og fleiri mál eins og Tiananmen-mótmælin, mótmælaölduna í Hong Kong, ritskoðun stjórnvalda og Falun Gong-málið.

„Hvers vegna leyfir Háskóli Íslands sýningu á hreinum og beinum áróðri frá alræðisríki, sem hefur enn og aftur orðið uppvíst að stórfelldum mannréttindabrotum?“

Ljóst er að málið hefur vakið mikla athygli en á vefsvæði Íslendinga á Reddit eru heitar umræður um málið.

„Væri til í að sjá meira um að það sé áróður fyrir innlimuninni í Háskólanum. Íslendingar elska samt að græða á viðskiptum við Kína, ólíklegt að við fórnum því fyrir einhver mannréttindi ef ég þekki okkur rétt.“

„Ég er nokkuð viss um að stjórnvöld í Kína eru þau ógeðslegustu sem fá að taka þátt í alþjóðasamfélaginu.“

„Mér finnst þetta ekki í lagi og ég var búinn að senda inn kvörtun. Feginn að ég var ekki sá eini sem þetta fór fyrir brjóstið á.“

„Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn? Birta síðan sjálfir nýlenduáróður frá nútíma fasistaríki. Þvílík hræsni.“

 

Uppfært:

Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, for­seti Stúd­entaráðs HÍ, hefur staðfest við mbl.is að vegg­spjöld­in verði fjar­lægð vegna kvartana frá nemendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala