fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Starfsmönnum Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu var skipað að fara til sálfræðings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn hjá Vinnueftirlitinu sem kvörtuðu undan framkomu mannauðsráðgjafa í harðorðu bréfi voru skikkaðir til að fara í viðtöl hjá sálfræðingi sem hvatti þá til að draga bréfið til baka. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Mannauðsfulltrúi og ráðgjafi frá fyrirtækinu Attentus olli ólgu meðal starfsmanna ekki síst eftir að hann lét þau ummæli falla að ef þeir hættu störfum hjá stofnuninni myndu þeir hvergi fá vinnu annars staðar.

Sálfræðiviðtölin virðast hafa verið liður í því að fá starfsmenn til að draga mótmæli sín til baka. Hinn umdeildi mannauðsráðgjafi var þó látinn hætta.

Starfsandi hjá Vinnueftirlitinu hefur verið mjög slæmur undanfarið. Hefur Fréttablaðið fjalla um þau mál undanfarið. DV fékk í hendur nafnlaust bréf þar sem fullyrt er að forstjóri Vinnueftirlitsisn, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, beiti ógnarstjórnun og hafi starfsandi versnað mjög í tíð hennar en hún var ráðin fyrir tæpu ári.

Í svörum til Fréttablaðsins hefur Hanna viðurkennt að vandamál séu til staðar en sagt að óánægjan sé að miklu leyti til komin vegna umdeildra skipulagsbreytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga