fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Muhammed stálheppinn að hafa ekki slasast alvarlega á götum Reykjavíkur – Hvers vegna kemur þetta svona oft fyrir hann?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þakka ykkur öll fyrir stuðninginn. Ég fór á neyðarmóttökuna á föstudaginn og niðurstaðan var minniháttar heilahristingur. Læknirinn sagði mér að taka því rólega í þrjá til fjóra daga. Ég var kominn út eftir tvo daga og núna passa ég að hafa hjálminn á höfðinu,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya en hann lenti í enn einu hjólreiðaslysinu um daginn. Gangandi vegfarandi gekk í veg fyrir hann svo Muhammed varð að snarhemla og flaug af hjólinu.

Muhammed, sem stundar nám í Háskóla Íslands, var í fréttum um daginn er hann vakti athygli á áróðursblöðum nýnasistahreyfinga sem dreift hafði verið í Háskóla Íslands. Muhammed er í stúdentahreyfingunni Vöku sem fordæmir slíkan hatursáróður. Eins og margir námsmenn ferðast Muhammed um á reiðhjóli og hefur hann oft komist í hann krappann með þeim ferðamáta.

Muhammed hefur hjólað í Reykjavík í sex ár og á þeim tíma hefur hann lent í slysum 30-35 sinnum, að eigin sögn. Hann er þakklátur fyrir að hafa ekki orðið fyrir varanlegum skaða í neinu af þessum slysum. Í þrjú ár þar á undan stundaði hann hjólreiðar í Kaupmannahöfn og lenti í um tíu óhöppum. Segist hann minna sig reglulega á að hann sé ekki ódauðlegur. Ritaði Muhammed pistil um þetta á Facebook.

En hvers vegna lendir Muhammed svona oft í hjólreiðaóhöppum? Hann ræddi málið stuttlega við DV:

„Það eru engir almennilegir hjólastígar í miðbænum og því þurfa hjólreiðamenn annaðhvort að fara á gangstéttirnar eða vera á á götunum þar sem ökumenn bíla flauta stanslaust á þá af því þeir vilja ekki hafa reiðhjólin á götunum.

Hjólastígar og gangstígar eru ekki almennilega aðgreind og þess vegna notar hjólareiðafólk og gangandi vegfarendur sömu stígana. Það vantar líka alveg aðvörunarskilti fyrir vegfarendur um að hjólreiðamenn geti verið á ferðinni. Það var það sem olli síðasta slysinu mínu, konan áttaði sig ekki á því að hún var að fara yfir á hjólreiðastíg.“

Muhammed segir að hann hafi átt sína sök á slysinu því hann hafi hjólað mjög hratt. Hann segir mikilvægt að fólk tali saman eftir svona slys í friðsemd og fari ekki að rífast. Konan sem hann ók á hafi verið miður sín og hann hafi róað hana niður. „Við tókumst í hendur og hún teymdi hjólið mitt á næstu bensínstöð og hún yfirgaf ekki staðinn fyrr en hún var viss um að allt væri í lagi. Við gerðum bæði mistök og það er mikilvægt að vinna saman við svona aðstæður,“ segir Muhammed.

Konan bauðst til að láta Muhammed fá símanúmerið sitt en hann sagði við hana að það væri óþarfi. Á meðan blæddi úr höfðinu á honum.

„Ég gerði við hjólið á föstudaginn og sunnudeginum eyddi ég í að sauma fötin mín saman aftur en þau tættust í slysinu,“ segir Muhammed. Líklega er ekki margt ungt fólk sem kann að gera við fötin sín en Muhammed gerir það.

Muhammed vill að lokum brýna fyrir lesendum að nota alltaf öryggishjálm þegar hjólað er. Hjálmurinn sé afar mikilvægt öryggistæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi