Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

„Morðingjar og barnaníðingar fá annað tækifæri, en ekki dóttir mín. Hún fær ekkert tækifæri“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í helgarblaði DV og á dv.is í morgun var greint frá máli ungs drengs sem tekinn var frá móður sinni og komið fyrir í fóstri á meðan móðirin var í meðferð á Vogi. Gagnrýndi þar amma drengsins háttsemi barnaverndarnefndar, sem hún segir hafa gengið fram hjá sér og eiginmanni hennar þegar drengnum var komið fyrir í fóstri.

Sjá einnig: „Í skjóli nætur var hann tekinn af okkur og settur í fóstur“

Víglundur G. Jónsson er afi drengsins og sárnaði honum mjög sum ummæli sem um fréttina voru látin falla, þá einkum ummæli um að einstaklingar með vímuefnavanda ættu að fara í ófrjósemisaðgerð.

„Hér er ekki um að ræða að drengurinn eigi ekki góða fjölskyldu, þvert á móti, hann á yndislegar systur, hann á góðan afa og góða ömmu, langömmu og langafa, frænkur og frændur. “

Staðráðin í að standa sig

Víglundur segir að þegar dóttir hans hafi farið inn á Vog hafi hún verið staðráðin í að standa sig.  Drengurinn hafi orðið eftir á vistheimili sem er rekið af barnaverndarnefnd. Hafi bæði dóttir hans og hann verið ánægð með það fyrirkomulag. Þarna væri fagfólk að gæta drengsins á meðan móðir hans leitaði sér aðstoðar.

„Fólk spyr sig kannski af hverju hún ákvað að eignast barnið, svarið við því er að í hennar bókum kemur ekki til greina að láta eyða ófæddu barni, ást hennar á ófæddu barni er of mikil til þess.“

Varðandi ummæli um að vímuefnaneytendur ættu að láta taka sig úr sambandi segir Víglundur:

„Dóttir mín á tvær yndislegar dætur. Önnur býr í Noregi, og gengur mjög vel, t.d. í íþróttum og skóla, og hin býr hjá mér og ömmu sinni. Kraftmikil yndisleg stelpa sem við elskum afar heitt. Það fá flestir annað tækifæri í lífinu. Morðingjar sem og barnaníðingar fá annað tækifæri, en ekki dóttir mín. Hún fær ekkert tækifæri. Hún er fordæmd. Þetta er sannleikurinn. Þegar starfsmenn vistheimilisins hvöttu hana til að fara á vog og hvöttu hana áfram til dáða brosandi, þá hafa þeir vitað að til stæði að fara á bak við hana. Hún var varla farin þegar fólk út úr bæ voru mætt til að drengurinn gæti vanist þeim áður en hann færi til þeirra í fóstur.“

Nafninn fær ekki að kynnast fjölskyldu sinni

Víglundur segir að bæði lögmenn og starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi hafi greint þeim hjónum frá því að hér sé um mannréttindabrot að ræða, bæði gegn drengnum litla, og foreldrum hans.

„Nú hef ég kynnst ágætisfólki úr þessu kerfi og það er okkur hulin ráðgáta hver tók þessa ákvörðun og hvers vegna. Ég ætla ekki hérna að fabúlera um það. Það er búið að sjá til þess að drengurinn okkar litli, nafni minn sem ég var búinn að bíða eftir í mörg mörg ár fær ekki að kynnast fjölskyldu sinni , það er búið að sjá til þess að foreldrar hans sjái ekki glaðan dag aftur, fjölskyldan hans er brotin. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við vöknum er drengurinn okkar og síðasta sem við hugsum um er hann, þegar við sofnum.“

Víglundur segir að sá dagur muni koma þar sem hann færi tækifæri til að greina dóttursyni sínum frá aðstæðum. Að lokum segir Víglundur:

„Góður lesandi þú hefur sjálfsagt séð og heyrt í fréttum að fólk hefur fengið annan og þriðja séns sem hefur verið í óreglu og unnið baráttuna og gengið vel,en drengurinn okkar fær engan séns á að vera hjá fjölskyldunni sinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum
Fréttir
Í gær

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni