fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mál Rúmenanna til rannsóknar hjá Evrópusambandinu – Telja gróflega brotið á rétti sínum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið mun taka mál yfir þrjátíu fyrrverandi starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. til skoðunar. Rúmenarnir leituðu til Evrópusambandsins vegna kjara þeirra hjá starfsmannaleigunni og halda því fram að íslensk yfirvöld hafi ekki tryggt þeim réttarfarsleg úrræði vegna umkvartana sinna.

Í sumar greindi DV frá því að fjöldi fyrrverandi starfsmanna Manna í vinnu sæti eftir með sárt ennið og upplifðu lítinn stuðning frá stéttarfélagi sínu, sem virtist aðeins starfa fyrir fjóra útvalda starfsmenn. Þeir sáu því engan annan kost en að leita á náðir alþjóðasamtaka. Í bréfi sem Valeriu Peptenatu fékk sent frá beiðnanefnd Evrópuþingsins segir:

„Hér með tilkynnist að beiðni þín hefur verið tekin fyrir af beiðnanefnd sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að erindið sé tækt til meðferðar samkvæmt réttarfarsreglum Evrópuþingsins upp að því marki sem það heyrir til starfsemi Evrópusambandsins. […] Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins hefur verið beðin um að framkvæma frumrannsókn á málinu. Framkvæmdastjórn Evrópu mun taka beiðnina til meðferðar um leið og allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir.“

Alvarlegar ásakanir

Valeriu var einn þriggja sem skrifuðu undir beiðnina og kveðst fara fyrir hópi þrjátíu rúmenskra verkamanna sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu ehf. árið 2018. Þeir halda því fram að starfsmannaleigan og íslenska ríkið hafi brotið gegn réttindum þeirra, vinnurétti og persónuvernd. Enn fremur halda þeir því fram að þeir hafi orðið fyrir mismunun og misnotkun, hafi ekki fengið greidda yfirvinnu og að menntun þeirra hafi ekki verið til launa. Að lokum telja þeir að íslensk yfirvöld hafi ekki tryggt réttindi þeirra nægilega með lagalegum og réttarfarslegum úrræðum.

Einn Rúmenanna þrjátíu hefur enn fremur lagt fram sjálfstæða kvörtun til Evrópuþingsins, en hann heldur því fram að maður á vegum starfsmannaleigunnar hafi gengið í skrokk á sér og íslensk yfirvöld hafi brugðist honum með því að rannsaka ekki þær ásakanir. Í bókun frá beiðnanefnd þegar erindi hans var tekið fyrir segir:

„Hann segir að allir ríkisborgarar Evrópusambandsins á Íslandi verði fyrir mismunun og fái aldrei greidd laun til jafns við Íslendinga.“

Á fjóðra tug bíður

Menn í vinnu ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimildum DV mun Efling gera kröfu í þrotabúið vegna meintra vangreiddra launa fyrir hönd Valeriu og fleiri.

Valeriu segir slíka kröfu hafa átt að koma fram mikið fyrr, en yfir ár er síðan þeir leituðu upphaflega til Eflingar. Þegar þeir leituðu þangað fyrst voru þeir starfsmenn, sem Efling hefur stefnt starfsmannaleigunni vegna, ekki einu sinni komnir til landsins. Valeriu fékk þær upplýsingar frá Eflingu í byrjun júní að mál hans væri komið inn á borð hjá lögmannsstofunni Rétti. Hins vegar gerðist ekkert í hans máli fyrr en hann fékk sent afrit af kröfubréfi í september, en að því bréfi virðist Réttur ekki hafa haft neina aðkomu. Kröfubréfin voru send rétt áður en Menn í vinnu eh. fór í þrot og því mun Valeriu líklega þurfa að treysta á Ábyrgðasjóð launa til að fá kröfuna sína greidda, en sé hins vegar vafi um réttmæti kröfunnar þá gæti hann endað með að fá ekki neitt. Samkvæmt upplýsingum sem hann hefur fengið frá Eflingu getur tekið á annað ár að fá greitt frá Ábyrgðasjóðnum. Þetta þykir Valeriu ótækt og veltir fyrir sér hvers vegna látið var reyna á keðjuábyrgð varðandi fjóra starfsmenn sem höfðu aðeins unnið í tæpan mánuð hjá leigunni á meðan á fjórða tug Rúmena þurfa að bíða og bíða og nú að treysta á Ábyrgðasjóð launa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat