fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Björn segir þetta versta starf landsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starfsfólk Útlendingastofnunar þarf að framfylgja afar harðneskjulegum lögum landsins. Til þeirra er gerð sú krafa að þau láti hjartað ráða för. Það er auðvitað fráleitt,“ segir Björn Þorfinnsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, í skoðanapistlinum Frá degi til dags.

Björn gerir þar málefni albönsku konunnar að umtalsefni, en konunni var vísað úr landi á dögunum, langt gengin með sitt annað barn. Eðli málsins samkvæmt hefur málið vakið miklar tilfinningar hjá landsmönnum og þung orð verið látin falla. Þannig hafa starfsmenn Útlendingastofnunar fengið að heyra það hressilega á samfélagsmiðlum. Björn segir það ekki sanngjarnt.

„Reiðin á að beinast gegn löggjafanum en ekki þeim sem eru í þeirri stöðu að framfylgja þeim. Forstjórinn stóð sig ágætlega í að svara fyrir erfitt mál í Kastljósi í vikunni, vitandi að hann yrði úthrópað ómenni eftir þáttinn. Helst hefði hann kannski átt að sleppa því að segja að hann gæti ekki sett sig í spor fjölskyldunnar, það var kannski fullmikið. Að öðru leyti var hann ágætlega rökfastur við að verja versta starf landsins sem hann sinnir.“

Björn segir framkvæmdina vera ómennskjulega og bendir hann á að konan hafi, að sögn Útlendingastofnunar, sótt um alþjóðlega vernd í byrjun október. Tvær vikur hafi tekið að synja þeirri beiðni. „Þá tók stoðdeild lögreglunnar, sem sér um að flytja fólkið úr landi, við. Fyrst ekki kom til greina að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér fram yfir fæðingu hlýtur að vera ámælisvert að framkvæmd brottvísunarinnar hafi ekki verið sett í forgang. Varla tekur þrjár vikur að skipuleggja slíka aðgerð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus