fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslendingur dæmdur í fangelsi í Noregi: Sagður hafa skuldsett kærustuna meðan hún svaf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2019 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Noregi fyrir auðkennisþjófnað, skjalafals og fjársvik í sumar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en þar segir að maðurinn hafi notað persónuupplýsingar kærustu sinnar til að svíkja út upphæð sem nemur tíu milljónum íslenskra króna.

Maðurinn er sagður hafa svikið upphæðina úr norskum bönkum, meðal annars í formi vaxtahárra lána. Þá er hann sagður hafa notað bankaupplýsingar konunnar til að fjárfesta í nýju rúmi með greiðsludreifingu.

„Á meðan kærasta hans svaf í rúminu að nóttu til notaði hann persónuupplýsingar hennar til að skuldsetja hana enn frekar,“ segir í frétt Morgunblaðsins sem vísar í frétt NRK í Noregi.

Maðurinn mun hafa hlotið dóm hér á landi fyrir skjalafals og fjársvik, síðast árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“
Fréttir
Í gær

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”