Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Fréttir

Farþegar á leið til Íslands gerðu uppreisn: Draumaferðin breyttist í martröð – Sjáðu þegar sauð upp úr

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að draumaferð um tvö þúsund farþega um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit hafi breyst í martröð á dögunum. Skipið lagði úr höfn frá Southampton á Englandi þann 27. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá átti skipið að sigla þaðan til Frakklands, Hollands, Noregs, Íslands, Skotlands og loks Írlands.

Markmið ferðarinnar var meðal annars að skoða fallega firði en óhætt er að segja að farþegar hafi fengið lítið fyrir peninginn.

Komu til hafnar í „yfirgefnum smábæ“

Eftir að hafa lagt af stað frá Southampton átti skipið að stoppa í hafnarborginni Le Havre í Frakklandi og því næst í Amsterdam í Hollandi. Ekkert varð af því, að sögn vegna þess að of mikill vindur var á svæðinu sem gerði skipstjórnendum erfitt fyrir. Skipið hélt því leið sinni áfram til Noregs, en farþegar segja að skipið hafi komið til hafnar í „yfirgefnum smábæ“ þar sem ekkert var um að vera fyrir ferðamenn þar sem vetrartími er kominn víða í norskri ferðaþjónustu. Þá hafi farþegar aðeins séð hina frægu firði úr mikilli fjarlægð.

Óhætt er að segja að farþegar hafi fengið nóg þegar ferð til Íslands var blásin af, en skipið átti að koma til hafnar á Akureyri og í Reykjavík, að sögn Mail Online. Í stað þess að fara til Íslands frá Noregi var ferðinni heitið til Greenock, skammt frá Glasgow, en skipið fékk ekki leyfi til að leggjast að bryggju þar.

Buðu 25 prósenta afslátt

Þá var ferðinni heitið til Belfast þar sem margir farþegar fengu nóg og yfirgáfu skipið. Á þessum tímapunkti höfðu farþegar verið í þrjá heila daga á hafi úti og voru klósett í skipinu orðin yfirfull af skólpi. Þá segja farþegar að matur um borð hafi ekki beint verið spennandi eftir allan þennan tíma.

Myndbönd úr skipinu, þar sem farþegar láta skipstjórnendur heyra það, hafa vakið nokkra athygli. Farþegar borguðu margir hverjir háar fjárhæðir fyrir draumaferðina en fengu, sem áður segir, afar lítið fyrir peninginn. Þá tók steininn úr hjá mörgum þegar forsvarsmenn Norwegian Cruise Line neituðu að endurgreiða farþegum og buðu þess í stað 25 prósenta afslátt af næstu ferð.

Flestir farþeganna voru frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kína. Á myndböndunum má sjá þegar farþegar krefjast þess að fá endurgreitt og vilja að skipstjórnendur fari með þá aftur til Bretlands.

„Algjör martröð“

Mail Online ræddi til dæmis við Deenu Roland, 48 ára konu frá Devon á Englandi, sem var um borð í skipinu ásamt eiginmanni sínum, Adrian. „Það eru margir reiðir farþegar um borð og skortur á upplýsingum um hvað er í gangi varð þess valdandi að hér varð nánast uppreisn í morgun,“ sagði Denne við vefmiðilinn í gær. „Þetta hefur verið algjör martröð,“ bætti hún við.

Cody McNutt, Bandaríkjamaður búsettur í Denver, segir að kornið sem fyllti mælinn hafi verið þegar hætt var við ferðina til Íslands. Eins og að framan greinir ákváðu margir farþeganna að yfirgefa skipið þegar það kom loksins til hafnar í Belfast. Dýrustu ferðirnar kostuðu 5.300 pund, rúmar 800 þúsund krónur en algengt verð var 280 til 300 þúsund krónur. Mail Online hefur eftir talsmanni Norwegian Cruise Line að veður hafi sett strik í reikninginn. Þá hafi vera herskips í höfninni í Greenock gert það að verkum að skipið gat ekki lagst að bryggju þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta vitum við um bombuna í kvöld – Nýtt Wintris-mál á leiðinni?

Þetta vitum við um bombuna í kvöld – Nýtt Wintris-mál á leiðinni?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Krefst 12 milljóna frá Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá vegna flugslyss sem varð föður hennar að bana

Krefst 12 milljóna frá Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá vegna flugslyss sem varð föður hennar að bana
Fréttir
Í gær

Muhammed stálheppinn að hafa ekki slasast alvarlega á götum Reykjavíkur – Hvers vegna kemur þetta svona oft fyrir hann?

Muhammed stálheppinn að hafa ekki slasast alvarlega á götum Reykjavíkur – Hvers vegna kemur þetta svona oft fyrir hann?
Fréttir
Í gær

Svona er íslenska heilbrigðiskerfið – Gunnhildur grét þegar hún hringdi á spítalann – „Ég man ekki hvenær ég svaf heila nótt síðast“

Svona er íslenska heilbrigðiskerfið – Gunnhildur grét þegar hún hringdi á spítalann – „Ég man ekki hvenær ég svaf heila nótt síðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Reykjanesbæ – Aníta telur að eitrað hafi verið fyrir ketti hennar með frostlegi- „Þetta er hræðileg upplifun“

Hryllingur í Reykjanesbæ – Aníta telur að eitrað hafi verið fyrir ketti hennar með frostlegi- „Þetta er hræðileg upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölmargir greina sig með alvarlega sjúkdóma á netinu: „Þetta er ekki bara einhver della“

Fjölmargir greina sig með alvarlega sjúkdóma á netinu: „Þetta er ekki bara einhver della“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brengluð nekt: „Minna í því að sturta sig á almannafæri svo glansmyndin á samfélagsmiðlum brotni ekki í þúsund mola“

Brengluð nekt: „Minna í því að sturta sig á almannafæri svo glansmyndin á samfélagsmiðlum brotni ekki í þúsund mola“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur keyrir þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum: Ég hef þurft að endurforrita hugann“

Íslendingur keyrir þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum: Ég hef þurft að endurforrita hugann“