Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Stefán Jón glataði ökuskírteininu og er þrettán þúsund krónum fátækari

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nútíminn er ofmetinn og það eru rafrænar lausnir líka,“ segir Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi fjölmiðlamaður og starfsmaður fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Stefán Jón greinir frá því í færslu á Facebook að hann hafi glatað ökuskírteini sínu á dögunum. Þegar hann leitaði upplýsinga um hvernig best væri að bregðast við sá hann á heimasíðu sýslumanns að hægt væri að hlaða niður litlu blaði, umsókn um nýtt ökuskírteini, sem hægt væri að fylla út með kúlupenna. Svo þyrfti að fara með blaðið í Kópavog og borga rúmar átta þúsund krónur fyrir.

Stefán segir að tvennt hafi verið tekið fram; ekki væri tekið á móti kreditkortum og þá þyrfti að hafa meðferðis ljósmynd, passamynd í litum á „góðum ljósmyndapappír“ eins og það var orðað.

„Á leiðinni suður í Kópavog átti ég ánægjulega stund með ljósmyndara sem tók 5000 krónur fyrir smellinn (ég á fjórar myndavélar sjálfur og ótal fínar rafrænar andlitsmyndir af mér sem duga víða). Ljósmyndarinn sagði mér glaðlega að þessar fínu myndir yrðu svo gerðar ónýtar, fyrst svarthvítar og loks máðar erlendis. Það reyndist rétt,“ segir Stefán.

Það er skemmst að segja frá því að hann er nú kominn með nýtt ökusírteini sem að vísu kostaði hann þrettán þúsund krónur í það heila og tvær ferðir í Kópavog. „Og myndin á því er jafnvel ennþá óskýrari en á því gamla sem var 30 ára að aldri.“

Stefán segist hafa beðið afgreiðslustúlkuna um að taka þetta mál upp á næsta starfsmannafundi. Viðbrögð hennar voru á þá leið að aldrei væri hlustað á starfsmenn.

„Svona fjölgar nú gleðistundum við að sporna við tækninýjungum,“ segir hann.

Stefán deilir svo frétt Vísis frá því í gær þar sem fjallað var um þá nýjung í Noregi að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. Stjórnvöld hér á landi voru sögð fylgjast með málinu og var haft eftir Jónasi Birgi Jónassyni, lögfræðingi hjá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, að ráðuneytið væri jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna, rafrænum lausnum til dæmis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ósátt við „óviðeigandi“ líkamsleit -„Konan sem sat og skældi á Saga Lounge“

Ósátt við „óviðeigandi“ líkamsleit -„Konan sem sat og skældi á Saga Lounge“
Fréttir
Í gær

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Í gær

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill