fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fréttir

Husky-hundur sagður hafa rifið í sig gæs í Vík – Líka sagður hafa drepið kött

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 13:23

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hafði í mörg horn að líta í liðinni viku en athygli vekur hversu mörg mál tengd dýrum komu upp.

Í dagbók lögreglu kemur fram að laus Husky-hundur í Vík hafi tekið sig til og étið gæs sem varð á vegi hans á dögunum. Málið er til meðferðar hjá lögreglu og sveitarfélagi en í skeyti lögreglu er þess getið að þessi sami hundur sé sagður hafa drepið kött þegar hann sleit sig frá eiganda sínum fyrr á árinu.

Á Hellu var ekið á svartan og hvítan kött sem drapst við það. Kötturinn var ómerktur og segir lögregla að líklega hafi verið um að ræða villkött.

Á Þykkvabæjarvegi var ekið á hross. Mikið tjón varð á bílnum en ekki er vitað um ástand hrossins þar sem það hljóp út í myrkrið eftir áreksturinn.

Á Meðallandsvegi var ekið á lamb síðastliðinn laugardag. Umtalsvert tjón varð á ökutækinu og þarf ekki að fjölyrða um ástand lambsins.

Þá hljóp laus hundur í veg fyrir bifreið á Suðurlandsvegi við Laugardæli þannig að ökumaður hennar þurfti aðnauðhemla til að koma í veg fyrir að lenda í dýrinu. Hundurinn hljóp af vettvangi og eigandi var hvergi sjáanlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Í gær

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Í gær

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi