fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári hjólar í RÚV og Snærós: „Fær hland fyrir hjartað þegar fólk talar af óvirðingu um blessaða arðræningjana“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson‎, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, gagnrýnir harðlega á Facebook frétt sem RÚV birtir á vef sínum. Nánar tiltekið er fréttin byggð á umfjöllun Snærósar Sindradóttur í þáttunum Hnotskurn sem eru framleiddur af RÚV núll. Þar er fjallað um nafnlausan áróður á Facebook og þá sérstaklega tvær síður, Jæja og Kosningar.

Sjá einnig: Andri hraunar yfir blaðamann Vísis: „Þessi frétt er ekki skrifuð með neitt nema illgirni í huga“

Í umfjöllun RÚV er það sérstaklega gagnrýnt að Jæja hafi deilt skjáskoti úr kvikmyndinni um Jókerinn og skrifað: „Útrýmum hinum ríku“. Síðar var fullyrt af þeim sem stóðu að baki síðunni að þar væri ekki verið að hvetja til ofbeldis heldur einfaldlega skattlagningu á auðmenn. Gunnar Smári segir að það hefði verið betra að orða það svo: „Kannski ætti Jæja að standa fyrir huggulegar orðaði herferð, til dæmis: Auðmannalaust Ísland 2020.“

Sjá einnig: Íslensk samtök kalla eftir því að ríku fólki verði útrýmt

Gunnar Smári segir Jæja-hópinn ekki sambærilegan við Kosningar. „Ríkisútvarpið fjallar um Jæja-hópinn eins og Vísir og flokkar stilluna úr Jókernum með yfirskriftinni: Útrýmum hinum ríku! sem falsfrétt, líka þeim sem Sjálfstæðisflokksmenn hafa dreift í aðdraganda kosninga um andstæðinga flokksins út frá nokkrum vefsíðum. Þessi herkvaðning, um að útrýma ríkidæmi eins og stefnt er að því að útrýma fátækt, virðist valda fjölmiðlafólki miklum flokkunarvanda. Er Jæja nafnlaus pólitískur skoðanadálkur eins og Staksteinar Moggans og Óðinn á Viðskiptablaðinu?,“ spyr Gunnar Smári.

Hann veltir svo fyrir sér hví sumir fjölmiðlamenn taki svo illa í Jókerinn. „Eða er Jæja falsfréttamiðill? Og hvar er þá falska fréttin? Ekki er slagorð úr Jókernum fölsk frétt, þessi herkvaðning kemur fram í myndinni. Vegna tilefnisins, þessarar myndar úr Jókernum, virðist þetta vera undarleg taugaveiklun, það er eins og fjölmiðlafólkið hafi fengið hland fyrir hjartað þegar fólk leyfði sér að tala af óvirðingu um blessaða arðræningjana okkar, þau sem sölsað hafa undir sig auðlindirnar og þau sem sveigt hafa öll grunnkerfi samfélagsins svo þau þjóni þeim sjálfum en vinni gegn almenningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu