fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fréttir

Björn: Foreldrar hennar eru íslenska þjóðin – „Engin umgengni, ekki einu sinni á afmælinu hennar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 09:43

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var rétt um hálfs árs gömul þegar ríkisvaldið tók hana frá foreldrum sínum. Nú, rúmlega sex árum seinna hefur hún enn ekki fengið að hitta foreldra sína. Hvað gerðist eiginlega?“

Þetta er spurning sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veltir upp í pistli í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann um stjórnarskrármálið og bendir á að sjö ár séu nú liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Björn skrifar um stjórnarskrána líkt og um einstakling sé að ræða.

„Hún fæddist inn í óvissuástand, hrunið var í hámarki og margir áttu erfitt uppdráttar, en fyrir foreldrana var koma hennar ákveðinn vonarneisti á annars erfiðum tímum. Hún var sólargeisli í myrkrinu og leið til þess að lýsa upp betri og bjartari framtíð. En nei, vonin um þá framtíð var tekin burt með valdi og síðan þá hafa foreldrarnir aldrei fengið að hitta hana. Engin umgengni, ekki einu sinni á afmælinu hennar, þó að oft hafi verið lofað bót og betrun í þeim efnum þá hefur ekkert gerst.“

Björn segir að nýjustu gjörningar í þessu máli séu þeir að ríkisvaldið ætli að bjóða foreldrunum að taka þátt í einhvers konar könnun, þar sem sannfæra eigi foreldrana um að pínulítil umgengni undir eftirliti sé sniðug hugmynd.

„Nú er hún orðin sjö ára gömul og ef hún væri venjulegt barn væri hún nýbyrjuð í öðrum bekk. Hún hefði mætt í foreldraviðtal í skólanum um daginn, með foreldrum sínum. En hún er ekki venjulegt barn heldur haldið í gíslingu valdhafa. Enginn skóli. Engin frístund. Hún heitir Nýja Stjórnarskráin og hefur verið hunsuð af valdhöfum alla sína ævi. Foreldrar hennar eru íslenska þjóðin sem sköpuðu hana með þjóðfundum, víðtæku samráði og með þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt var gert nema það sem valdhöfum bar að gera, gefa henni frelsi. Því sem þjóðin gaf líf, fangaði valdið og heldur enn.“

Björn segist heyra ýmsar réttlætingar á þessu, til dæmis að þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið lítil og óvissa hafi verið mikil.

„Ekkert af þessu stenst minnstu mótrök. Niðurstaðan var afgerandi og þó að þátttakan hefði auðvitað mátt vera meiri þá var hún alls ekki slæm. Það er engin óvissa því nýja stjórnarskráin er lagfæringar á núverandi stjórnarskrá, ásamt viðbótum sem hafa bæst við í stjórnarskrár víða um heim á undanförnum áratugum. Nýja stjórnarskráin er lausn,“ segir Björn sem vitnar svo í aðfaraorð að stjórnarskránni:

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum. Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni
Fréttir
Í gær

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans
Fréttir
Í gær

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic
Fréttir
Í gær

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins