fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Erling skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann sakar samkeppnisaðila um skemmdarverk. Fólk hafi fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem upphaflega var sett upp, en dæmi séu um að ljósleiðaraþráður sem Gagnaveitan lagði hafi verið rifinn í sundur jafnvel þótt fyrirtækið hafi lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni.

Erling nafngreinir ekki fyrirtækið sem um ræðir en eins og kunnugt er hafa Síminn og Gagnaveitan lengi átt í deilum vegna ljósleiðaratenginga.

Erling segir að Gagnaveitan hafi kært og Póst- og fjarskiptastofnun verið sammála. „Auðvitað má þetta ekki […] Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda,“ segir hann og bætir við að enginn vafi leiki á því að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hafi eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði.

„Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti. Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur,“ segir Erling Freyr.

Hann segir að Gagnaveita Reykjavíkur hafi tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini. Erling sendir síðan neytendum ákveðin skilaboð í lok greinarinnar:

„Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu