Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Fréttir

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:02

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd til þess að fá úrskurði hennar frá því í október 2018 hnekkt, þess efnis að nöfn þeirra starfsmanna Borgarleikhússins sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni verði gefin upp. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Atla Rafni var sagt mjög skyndilega upp störfum hjá Borgarleikhúsinu vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann fékk ekki að vita efni ásakananna né nöfn þeirra ásökuðu hann þar sem Borgarleikhússtjóri sagðist bundinn trúnaði um þau mál. Hefur Atli Rafn stefnt Borgarleikhúsinu og fer fram á 13 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar.

Atli Rafn leitaði til Persónuverndar um að stofnunin úrskurðaði að hann fengi þessar upplýsingar. Úrskurður Persónuverndar var hins var sá að starfsmennirnir skyldu áfram njóta trúnaðar. Hefur Atli Rafn nú stefnt Persónuvernd fyrir héraðsdóm og krefst þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölmargir greina sig með alvarlega sjúkdóma á netinu: „Þetta er ekki bara einhver della“

Fjölmargir greina sig með alvarlega sjúkdóma á netinu: „Þetta er ekki bara einhver della“
Fréttir
Í gær

Mótmæla meintum áróðursmyndböndum ríkisstjórnarinnar – „Móðgun við upplýsta umræðu“

Mótmæla meintum áróðursmyndböndum ríkisstjórnarinnar – „Móðgun við upplýsta umræðu“
Fréttir
Í gær

Brengluð nekt: „Minna í því að sturta sig á almannafæri svo glansmyndin á samfélagsmiðlum brotni ekki í þúsund mola“

Brengluð nekt: „Minna í því að sturta sig á almannafæri svo glansmyndin á samfélagsmiðlum brotni ekki í þúsund mola“
Fréttir
Í gær

Íslendingur keyrir þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum: Ég hef þurft að endurforrita hugann“

Íslendingur keyrir þvert yfir Bandaríkin og til baka á 80 dögum: Ég hef þurft að endurforrita hugann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölvun, læti, slys og skemmdaverk – Nóttin hjá lögreglunni

Ölvun, læti, slys og skemmdaverk – Nóttin hjá lögreglunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Rúmenanna til rannsóknar hjá Evrópusambandinu – Telja gróflega brotið á rétti sínum

Mál Rúmenanna til rannsóknar hjá Evrópusambandinu – Telja gróflega brotið á rétti sínum