fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mannlaus bifreið raskaði næturró íbúa á Suðurnesjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2019 09:36

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú undir morgun var tilkynnt um mannlausa bifreið á Suðurnesjum sem flautaði ótt og títt og raskaði næturró íbúa í nærliggjandi fjölbýlishúsum. Lögreglumaður aftengdi rafmagn bifreiðarinnar og lét hún þá af flautinu. Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu.

Þar segir einnig að lögreglan á Suðurnesjum hafi kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 138 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Ökumannsins bíður 150 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður sem mældist á 119 kílómetra hraða var grunaður um ölvunarakstur.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi og gekkst viðkomandi við brotinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala