fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fréttir

Kristófer ósáttur: „Borgaryfirvöld ganga enn og aftur of hart fram“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2019 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkar áhyggjur eru skorturinn á gestrisni sem þetta endurspeglar, að taka svona á móti fólki,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Félagið gagnrýndi það harðlega á heimasíðu sinni á dögunum að ekki stæði til að opna safnstæði fyrir rútubíla við Traðarkot aftur þegar Hverfisgatan opnar fyrir bílaumferð milli Lækjargötu og Smiðjustígs. Eftir að framkvæmdir hófust var safnstæði við Safnahús einnig lokað og hefur það ekki enn verið opnað.

„Vegna lokana safnstæða við Safnahús og Traðarkot, númer 6 og 7, í sumar, var opnað nýtt safnstæði við Skúlagötu 14, og mun það vera opið áfram,“ segir í frétt félagsins. Er ferðaþjónustufyrirtækjum bent á safnstæði við Skúlagötu og Lækjargötu en það telur félagið ótækt.

„Smám saman, jafnt og þétt, hafa menn verið að ýta rútunum þarna í burtu. Við héldum að við værum með þokkalega sátt um Hverfisgötuna en nú sýnist mér að ætlunin sé að koma öllum niður á Skúlagötu,“ segir Kristófer í Morgunblaðinu. „Þetta er mjög alvarlegt mál finnst okkur. Borgaryfirvöld ganga enn og aftur of hart fram í því að hindra aðgang ferðamanna að miðborginni,“ segir hann einnig.

Hann bendir á að vaxandi fjöldi gesta sé erlent fólk og leiðirnar sem þarf að fara í myrkri séu langar. „Okkar áhyggjuefni er að núna, þegar kólnar aðeins yfir ferðaþjónustunni, þá er enn og aftur dregið úr þjónustunni við gestina. Markmiðið virðist vera að gera gestum erfiðara fyrir að nota rútubíla, meðan það blasir við að það er bæði dýrara og auk þess neikvætt fyrir umhverfið ef þessi þjónusta færist í æ meiri mæli yfir í minni fólksbíla, hvort sem það verða leigubílar eða uberþjónusta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lærbrotin forsætisráðherra á minningarathöfn

Lærbrotin forsætisráðherra á minningarathöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir úr Þrastaskógi – Risastrumpinum skilað

Gleðifréttir úr Þrastaskógi – Risastrumpinum skilað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðurvaktin: 20 stiga hiti á Suðurlandi í dag og á morgun

Veðurvaktin: 20 stiga hiti á Suðurlandi í dag og á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útför Finns og Jóhönnu í dag

Útför Finns og Jóhönnu í dag