Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Sólveig segir leigumarkaðinn enn eina samfélagslega tilraunina: „Þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. október 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þróun leigumarkaðsins á Íslandi sé enn ein samfélagsleg tilraun í anda þeirra sem stjórnvöld stunduðu fyrir hrun árið 2008. Máli sínu til stuðnings vísar hún meðal annars til umfjöllunar Stundarinnar um Gamma. „„Þetta er bara mitt prívatmál“ segir Guðjón Reynisson, kapítalisti og hluthafi í Almenna leigufélaginu þegar hann er í Stundinni spurður útí tengsl þess við Gamma. Það er auðvitað leiðinlegt fyrir hann að fólk á Íslandi fái upplýsingar um að hann sé hluthafi; hluthafalistinn er ekki opinber og því fúlt að vera í hópi þeirra þriggja sem vitað er um á meðan aðrir meðlimir auðstéttarinnar fá að halda áfram að vera nafnlausir, fá að halda áfram að vera ónafngreindir „efnameiri einstaklingar“. Lífið á það víst til að vera dálítið leiðinlegt, líka fyrir auðmenn,“ skrifar Sólveig á Facebook.

Hún segir að þegar þúsundir misstu heimili sitt í hruninu hafi stjórnvöld valið fjármagnið en ekki fólkið.

„En þó hvergi nærri eins leiðinlegt og fyrir blanka liðið, þau eignalitlu eða lausu. Í brútalisma nýfrjálshyggjunnar, þar sem að mildi og sanngirni í mannlegum samskiptum hefur verið kastað á öskuhaugana og allt sett á markað svo að eignastéttin geti grætt á því er ekkert grín að vera eignalaus manneskja. Að vera ung manneskja úr fjölskyldu þar sem engir peningar eru til, að vera einstætt foreldri með lágar tekjur, að tilheyri hópi aðflutts vinnuafls; þú lifir í samfélagi þar sem að tilvera þín og afkoma, lífsskilyrði þín eru bara þitt prívatmál. Hér varð svokallað Svokallað Hrun, þúsundir misstu heimili sín og í stað þess að valdastéttin tæki ákvörðun um að stjórna fyrir fólk, ekki fjármagn var nákvæmlega ekkert gert til þess að vernda það sem eitt sinn var kallað alþýðufólk fyrir áhrifum hinnar ógleðivaldandi hringekju kapítalismans (sem þó var nýbúin að láta næstum alla gubba mikið, líka meðlimi valdastéttarinnar); þegar það gerðist sem gerist ávallt eftir að „endurskipulagning“ í kjölfar kapítalísks efnahagsuppnáms hefur átt sér stað, með afskriftum og eignatilflutningi til stéttar fjármagnseigenda, að fjármagnið leitaði að góðri ávöxtunnar-stoppistöð kom í ljós að guð hafði lagt við eyrun og sannarlega blessað suma Íslendinga með því að gera aðra eignalausa; hræódýrt íbúðarhúsnæði lá eins og hráviði útum allt á höfuðborgarsvæðinu, fé án hirðis sem beið eftir flottum strákum í leit að skemmtilegri áskorun,“ segir Sólveig.

Hún segir þetta skýra háa leigu á Íslandi. „Og ef íslensk valdastétt kann eitthvað þá er það að láta sem ekkert sé þegar flottu strákarnir fara að græða. Enda er það bara þeirra prívatmál. Og þessvegna var þeim leyft að fara af stað í enn eina samfélagslega tilraunina (jafnvel þó að gubbu-lyktin eftir þá nýafstöðnu væri ennþá töluvert mikil útum allt); hvað er hægt að láta 300.000 króna kellinguna borga háa leigu? Hvað er hægt að pína aðflutta verkamanninn til að afhenda stóran hluta af ráðstöfunnartekjunum sínum til ókunnugs fólks útí bæ? Hvað komast flottir strákar á Íslandi langt í því verkefni að gera íbúðarhúsnæði hinna eignalausu að uppsprettu prívat-auðsöfnunnar eingastéttarinnar? Ansi fokking langt auðvitað,“ segir Sólveig.

Duglegir strákar

Hún segir að næsta skref hafi verið augljóst. „Asnaleg spurning; þegar menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að „leiguverð hafi verið lágt á Íslandi“ er augljóslega næsta stig að leyfa þeim að hækka það (Á sama tíma og aðrir flottir strákar fá milljarð úr ríkissjóði til að búa til massa innflutning á túristum og enn aðrir flottir strákar flytja inn vinnuafl til að vinna við að koma Íslandi af bömmer og í stuð. Framboð og eftirspurn heitir svoleiðis.) Valdastéttin vill ekki vera á bömmer og finnst meira gaman að vera í stuði. Kapítalistar eru oftar í stuði en eignalaust vinnuafl. Þessvegna er mikilvægara að passa að þeim líði vel. Duglegum strákum á að líða vel í vinnunni og það er bara forræðishyggja sem lætur engum líða vel að vera eitthvað að skifta sér af því hvað það er sem lætur þeim líða svona vel. Svoleiðis virkar góð mannauðsstjórnun af hálfu stjórnmálafólks og við Íslendingar eigum hvergi meiri mannauð en þann sem hefur verið útskrifaður úr viðskiftadeildum háskólanna á undanförnum áratugum,“ segir Sólveig.

Hún segir þetta vera valdur mikillar eymdar. „Og þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði í leigu, og þessvegna er hún í tveimur vinnum og þessvegna grætur hún stundum á morgnana í sturtunni (það er besta og skynsamlegasta nýting á tíma sem hægt er að hugsa sér: Þú ert bara frekar stutt í sturtu, þarft að drífa þig í vinnuna, annars missirðu mætingabónusinn og þessvegna er ekki hætta á því að gráturinn fari úr böndum, smá skæl verður að duga. Og enginn heyrir neitt af því að vatns-niðurinn yfirgnæfir snöktið. Kannski getur einhver klár hagfræðingur gert rannsókn á því hversu mikill tími sparast við þetta og hvað þessi aðferð dregur úr töpuðum vinnustundum? Og svo er hægt að framleiða efni til að dreifa á vinnustöðum: Ertu leið? Gráttu í sturtunni! Enginn heyrir og enginn sér! Að gráta: alltaf verið prívat-mál, höldum því áfram svoleiðis!),“ segir Sólveig.

Fólk reddar sér

Hún segir að þetta sé allt gert fyrir ákveðna menn. „Af því að það er bara prívat-mál hverrar manneskju hvaða lífskilyrði henni eru búnar. Af því að gróðahringrásina skal láta í friði. Af því að stefnumótandi menn má ekki stoppa. Af því að alþýðan hefur jú fundið út úr sínum málum hingað til og hlýtur að halda því áfram. Það er ekki eins og það sé valmöguleiki að hafa ekki þak yfir höfuðið fyrir þig og börnin þín, þannig að fólk augljóslega bara reddar sér,“ segir Sólveig.

Hún segir að svo virðist sem ekki megi segja þetta upphátt: „„Markaðir elska óstöðugleika“ sagði Christine Lagarde einusinni og sagði með því sannleikann (sorrý samt að ég skuli vitna í hana). Markaðir elska óstöðugleika, enda vita þeir að kapítalsiminn er með óstöðugleikann í kjarnsýrunum sínum, þannig verða auðæfin til. Ef að það vær ekki profit-cycle væri ekkert stuð, ekkert hrun, engin uppsveifla, engin spenna, engir stefnumótunarmöguleikar fyrir flotta stráka, ekkert til að lifa fyrir. Á Íslandi hefur ekki mátt segja sannleikann um kapítalismann, ekkert sem fær reykvíska borgarastétt til að fríka meira út en ef einhver brjálæðingur reynir að benda á hringekjuna og gubbu-pollana allt í kringum hana.“

Sólveig segir að allt gert í nafni stöðuleika. „Þessvegna er þráhyggjan um stöðugleikann svona áberandi hjá valdastéttinni; ef að þau æpa ekki stöðugt að efnhags-verkefnið heiti Stöðugleiki gæti farið að heyrast of mikið í þeim sem vita að verkefnið heitir Óstöðugleiki. Verkefnið skal heita Stöðugleiki og það sem gerist við framkvæmd þess er prívat-mál þeirra sem þátt taka, viljugra eða óviljugra; sum gráta í sturtu eftir að enn eitt fjárkúgunarbréfið hefur borist frá flottu stákunum sem hafa þá skoðun að leiguverð hafi verið of lágt, með tilkynningu um að leigan verði hækkuð um 20% næstu mánaðarmót (er ekki skoðanafrelsi á Íslandi?) og sumir kaupa listaverk og sinfóníur og gráta kannski yfir fegurð sínfóníu númer 5 eftir Shostakovich en það er auðvitað prívat-mál hvers og eins, ekki satt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Í gær

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Fréttir
Í gær

Kærkominn sigur gegn Portúgal

Kærkominn sigur gegn Portúgal
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði