Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Sigurður Ingi andlit íslenskrar spillingar á Netflix

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2019 09:31

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stilla úr The Laundromat, stórmynd um Panamaskjölin með Meryl Streep, Gary Oldman, Antonio Banderas og fleiri stjörnum sem frumsýnd var á Netflix í dag (þegar 80 mínútur eru liðnar af myndinni); engin mynd af Sigmundi Davíð eða Bjarna Ben, Panamabófunum sjálfum; Sigurður Ingi situr uppi með að verða andlit stjórnmálaspillingar á Íslandi.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður á Facebook en líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sýndur fremur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem sagði af sér eftir Wintris-málið. Gunnar Smári er ekki sá eini sem fjallar um þetta á Facebook því Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir myndina góða en þó ekkert meistarastykki.

„Ísland kemur aðeins lítlilega við sögu í myndinni Laundromat sem frumsýnd var á Netflix í dag en hún segir spillingarsöguna í Panamaskjölunum, sem lekið var frá lögfræðifirmanu Mossack-Fonseca. Þessi mynd með þeim Meril Streep, Gary Oldman og Antonio Banderas fer á gamansaman hátt í gegum alvörumálið sem er skattasniðganga auðmanna og spilltra stjórnmálamanna – stundum glæpamanna, í gegnum skúffufélög eða Tortólufélög eins og Íslendingar hafa kallað fyrirbærið frá Hruni. Íslendingar áttu heimsmet í Panamaskjölunum og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð, nú Bónaparte Miðflokksins, laug sig ofan í holu í alþjóðlegu hneyksli, en hefur nú risið upp með stuðningi 15% landsmanna sem aðhyllast Klausturdónaskap og siðspillingu,“ segir Kristinn.

Hann segir það kaldhæðnislegt að þessi mynd hafi verið frumsýnd sama dag og Ísland var sett á hinn svokallaða gráa lista:

Þessi kvikmynd er ekkert meistarverk kvikmyndasögunnar, enda nánast heimildarmynd um eðli og inntak spillingarinnar sem birtist í lekanum. Sú staðreynd að þessi mynd er frumsýnd sama dag og Ísland er sett á gráan lista yfir lönd sem hafa ekki hirt um að taka upp aðgerðir gegn spilltum fjármálahreyfingum milli landa er nánast því gullin tilviljun. Fjármálaráðherrann í ríkisstjórn Panamaprinsins er sá sem hefur heykst á því að innleiða þær varnir sem gerð er krafa um svo lönd lendi ekki á þessum gráa lista. Hann er enn í sama embætti. Skyldi sú staðreynd vera skýringin á hörkuni við að setja Ísland á gráa listann? Skyldi sú staðreynd að íslensk fjármálaelíta fór öll í skeljafléttur með aurana sína eins og ljóst varð eftir Hrun og skýrðist frekar í Panamaskjölunum eiga hér hlut að máli? Eigum við eftir að sjá meira af ástæðum þess að Ísland er nú álitið spillt ríki á pari við Zimbabwe og Mongólíu? Og hve írónískt er það svo, að spillingin er núna hjúpuð undir verndarsjali Vinstri-grænna. Vituð þér enn, eða hvað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinsæl ákvörðun borgarinnar – „Af hverju er verið að auka stress og álag á foreldra?“ – „Skammsýni og vitleysa“

Óvinsæl ákvörðun borgarinnar – „Af hverju er verið að auka stress og álag á foreldra?“ – „Skammsýni og vitleysa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svandís óttast að eiginmaðurinn taki eigið líf – „Ég er stöðugt hrædd um að lögreglan banki upp á og segi að hann hafi fundist dáinn“

Svandís óttast að eiginmaðurinn taki eigið líf – „Ég er stöðugt hrædd um að lögreglan banki upp á og segi að hann hafi fundist dáinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Sandgerðisvegi

Bílslys á Sandgerðisvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“