fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Freyja nafngreinir óvini sína – „Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Haraldsdóttir segist hafa setið undir hatri í mörg ár vegna löngunar hennar til að verða fósturmóðir. Nú ákveður hún að birta athugasemdir tveggja Íslendinga sem hafa gagnrýnt það á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá athugsemdirnar sem Freyja telur vera frá tröllum.

„Í mörg ár hef ég setið undir hatri frá fólki fyrir það að telja mig eiga rétt á eðlilegri málsmeðferð og reyndar telja mig verða hæfa fósturmóður. Ég held það sé orðið tímabært að skila eitthvað af þeirri skömm með því að draga þetta mæta fólk fram í dagsljósið og velta því dálítið fyrir sér. Dreifa því jafnvel – og láta það taka ábyrgð á orðum sínum. Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur. Magnúsi finnst ég fáránleg og það að ég elski og annist börn óeftirsóknarvert fyrir þau öll sem eitt. Hver vill svosem vera elskaður af fatlaðri konu? Bryndís tekur afstöðu með börnum og segir nei. Hún telur mig skaðlega og aðstoðarkonur mínar ógn við tengslamyndun og stöðugleika við börn,“ skrifar Freyja.

Hún segir þau tvö tröll. „Það þýðir ekki að segja að ég eigi ekki að taka svona athugasemdum frá tröllum nærri mér. Krakkar, þessi viðhorf, eru viðhorf Barnaverndarstofu. Þetta eru einmitt málsástæður þeirra. Að sitja undir réttarhöldum um líkama sinn og líf er ekki auðvelt. En það er kökusneið miðað við það að búa í samfélagi sem er morandi í athugasemdum sem þessum um líkama þinn og líf. Megi þau eiga sitt hatur og taka ábyrgð á því. Orðstír og heiður þeirra er ekki mín ábyrgð.“

https://www.facebook.com/freyja.haraldsdottir.3/posts/2422350891340926

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“